Ungt fólk og tómstundir í Mosó Sigrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun