Aukin tækifæri á þriðja æviskeiði Margrét S. Björnsdóttir skrifar 27. maí 2014 07:00 Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnu Samfylkingarinnar í Reykjavík: Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast (sjá xsreykjavik.is) birtast mikilvæg viðhorf til aldurshópsins sem nálgast hefðbundin starfslok. Vísbendingar eru um fordóma í þeirra garð. Þannig sýnir ný könnun meistaranema við HÍ að allt frá 50 ára aldri mætir fólk neikvæðum viðhorfum á vinnumarkaði. Félagi minn 73 ára, vel menntaður með mikla alþjóðlega starfsreynslu, kallar þetta „nýjustu mismununina“.Aldrei betur á sig komin Þessi aldurshópur er við betri heilsu, með meiri menntun og fjölþættari reynslu en fyrri kynslóðir. Rannsóknir sýna að þó hægi á tilteknum hæfileikum með aldrinum, þá vegur uppsöfnuð reynsla og hæfni til að meta og setja hluti í samhengi það upp. Ný þýsk könnun sýnir að aldurshópurinn 65–74 ára á vinnumarkaði er ánægðari í starfi en yngri aldurshópar. Við hljótum að spyrja af hverju þeir sem vilja og geta megi ekki vinna lengur en til 67 eða 70 ára, aldursmörk sem voru skilgreind af Bismark á 19. öld. Auðvitað eru aðstæður fólks misjafnar, hið sama hentar ekki öllum. Sveigjanleiki og val eru lykilatriði. (Um þetta fjalla í forsíðugreinum nú í maí bæði tímaritin The Economist og Der Spiegel og nefna má að Árósir hafa fyrst sveitarfélaga í Danmörku stofnað sérstaka vinnumiðlun fyrir þennan aldurshóp: en3karriere.)Val um starfslok til 74 ára Samfylkingin í Reykjavík mun beita sér fyrir tilraunaverkefni þar sem borgarstarfsmenn geti valið sveigjanleg starfslok frá 62–74 ára aldurs. Með þessu væri öðrum vinnuveitendum gefið mikilvægt fordæmi. Ekki er nauðsynlega að fólk haldi óbreyttri stöðu, heldur geti minnkað við sig, færst í ný störf, fengið nýja starfsþjálfun, sé þess kostur. Fólk heldur áunnum eftirlaunaréttindum, en efnahagslegur ávinningur yrði umtalsverður bæði fyrir einstaklinga og samfélag, þó það sé ekki aðalatriði hér.Fjölbreytt virkni á þriðja æviskeiði Stefna Samfylkingarinnar, Reykjavík – borg þar sem gott er að eldast, tekur einnig til þess að borgin stuðli að virkara og innihaldsríkara lífi borgarbúa á þessu æviskeiði: Með fjölbreyttara frístundastarfi, auknum tækifærum til menntunar, heilsuræktar, menningarþátttöku og aukinna áhrifa með nýju Öldungaráði. Sem fyrr leggur Samfylkingin að sjálfsögðu áherslu á að tryggja eldra fólki umönnun og stuðning þegar heilsan brestur, en vill með nýrri stefnumörkun stuðla að aukinni virkni og áhrifum þess eins lengi og kostur er.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun