Dögun vill meiri jöfnuð og minna mas Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Það geta flestir sammælst um að Reykjavík er frábær borg. Einnig geta flestir sammælst um að það er gott að búa í velferðarsamfélagi þar sem hugsað er um náungann. Þeir sem verða fyrir atvinnumissi fá atvinnuleysisbætur og fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum getur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. Þessi fjárhagsaðstoð er þó ekki í takti við raunveruleikann. Okkur í Dögun finnst að fjárhagsaðstoðin mætti vera hærri. Þeir sem hafa enga atvinnu eða þurfa af öðrum ástæðum að þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Margir geta það hreinlega ekki. Það er sér í lagi afar erfitt fyrir einstæða foreldra að lifa af fjárhagsaðstoð. Húsaleiga í borginni er há og margir sem eru í eigin húsnæði þurfa að greiða háar fjárhæðir mánaðarlega af húsnæðislánum. Skuldugir fasteignaeigendur sem vilja selja húsnæði sitt og fara á leigumarkað hætta sér ekki til þess eins og staðan er í dag. Barnafólk berst í bökkum og í Reykjavík þurfa foreldrar t.d. að borga fyrir skólamáltíðir barna sinna, sem ekki var áður. Það má segja að reikningar hrannist upp hjá þeim sem hafa úr litlu að moða. Dögun í Reykjavík lítur ekki undan þeirri staðreynd að aukin fátækt er raunveruleiki fjölda fólks í borginni. Það er skýrt markmið Dögunar í Reykjavík að koma betur til móts við lágtekjufólk. Það þarf að bregðast við bráðavanda á húsnæðismarkaði. Dögun í Reykjavík vill að Félagsbústöðum hf. verði falið að byggja 300-400 bráðabirgðaíbúðir í borginni strax eftir kosningar. Dögun vill einnig að fjárhagsaðstoð til foreldra dugi fyrir framfærslu heimilisins með tilliti til fjölda barna. Einnig vill Dögun í Reykjavík að frístundakortið verði tekjutengt þannig að börn frá efnaminnstu heimilunum fái mestan styrk. Stefna Dögunar í Reykjavík er velferðar- og fjölskyldustefna. Meiri jöfnuð og minna mas, X-T.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun