Snúast kosningar til sveitarstjórna um alvörumál? Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifar 22. maí 2014 07:00 Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum!
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun