Þurfa öll börn að byrja í skóla á haustin? Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar