Þurfa öll börn að byrja í skóla á haustin? Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar