Sjálfsprottna menningu. Ekki hótelæði Ragnar Auðun Árnason skrifar 19. maí 2014 07:00 Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er varla ofsögum sagt að undanfarin ár hafi gengið yfir hálfgert hótelæði í Reykjavík, því það virðist varla vera sá blettur í borginni, sérstaklega í miðbænum og í námunda Laugavegarins, sem ekki þarf að leggja undir hótel. Ekkert annað kemst að, og allra síst sjálfsprottin menning eða tónlistarlíf. Hótelæðið hefur bitnað sérstaklega á ungum og efnilegum tónlistarmönnum. Ungir tónlistarmenn og allt tónlistaráhugafólk hefur þurft að horfa á eftir stöðum eins og Nasa, Hjartagarðinum og Faktorý. Fljótt á litið virðast staðir á borð við Hjartagarðinn, Nasa og Faktorý ekki hjarta menningarinnar í Reykjavík. En ég vil fullyrða að þeir hafa skipt sköpum fyrir ungt fólk og unga listamenn sem munu í framtíðinni vera leiðandi í menningarsköpun okkar. Ef ungt fólk á að geta blómstrað í Reykjavík þarf það að hafa staði til þess að prófa sig áfram, halda tónleika og hittast í lifandi umhverfi. Menning framtíðarinnar mun ekki þroskast í hótellobbýum eða í túristasjoppum. Hugsunarhátturinn í borginni virðist vera sá sami og í annarri uppbyggingu hér á landi. Það er aldrei hugsað hverju við fórnum. Það sama gildir um menningu borgarinnar og náttúru landsins: Jarðýtum er sigað á allt sem stendur í vegi fyrir uppbyggingunni. Að sjálfsögðu á að efla ferðaiðnaðinn, en þegar við rífum niður það sem ferðamennirnir koma til þess að sjá og það sem gerir Ísland að því landi sem það er þá eyðileggjum við fyrir okkur sjálfum. Menningin og náttúrufegurðin er það sem dregur ferðamenn hingað, ekki hótelbyggingar. Fyrir okkur, sem borg, skiptir þó mestu að við lokum ekki á möguleika ungmenna til þess að koma saman og tjá list sína. Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði viljum að miðbænum verði hlíft við frekari eyðileggingu vegna hótelæðisins. Þess í stað skuli gert meira til að efla sjálfsprottna menningu. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda ungum tónlistarmönnum og götulistamönnum, listamönnum framtíðarinnar, að finna staði til að þróa list sína. Aðeins þannig getur borgin haldið áfram að blómstra sem menningarborg!
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar