Reykjavíkurflugvöllur, er sáttin að færa hann? Bjarni Gunnarsson skrifar 8. maí 2014 07:00 Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2012 skrifaði undirritaður tvær greinar um samgöngumál og birtust þær í Verktækni, blaði verk- og tæknifræðinga. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og vegna breyttra forsendna leyfi ég mér að rifja upp tillögur mínar varðandi þessi tvö stóru samgöngumál og er hér fyrri grein mín um Reykjavíkurflugvöll. Framtíð hans hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér og erum við þá að ræða um rúmlega hálfa öld. Staða flugvallarins núna er sú að nefnd hefur verið skipuð undir forsæti Rögnu Árnadóttur til að finna lausnir varðandi framtíð flugvallarins. Sú nefnd skoðar væntanlega gamlar og nýjar tillögur og leitar að nýjum tillögum og er ég hér að vonast til að mín tillaga verði skoðuð líka.Valkostur A4 Tillaga mín um Reykjavíkurflugvöll gengur út á að þar verði tvær flugbrautir til frambúðar og engu að síður flytjist flugvöllurinn að mestu leyti úr Vatnsmýrinni. Til grundvallar tillögu minni er skýrslan „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíðarstaðsetningu, apríl 2007“ unnin af Samráðsnefnd samgönguráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Þar er fjallað um valkosti A1, A2 og A3, en ég legg til valkost A4, sem er blanda af valkosti A1 (þar er núverandi norðvestur-suðausturbraut framlengd út í sjó um rúmlega hálfan km) og valkosti A3 (þar er byggð ný norður-suðurbraut) og er valkostur A4 sýndur á meðfylgjandi mynd. Hér vil ég telja upp helstu kosti þessarar tillögu, áfanga í byggingu og gróft áætlaðan kostnað sem byggir á uppfærðum kostnaði úr áðurnefndri skýrslu:1. Reykjavíkurflugvöllur verður áfram aðalinnanlandsflugvöllur landsmanna.2. Reykjavíkurflugvöllur getur áfram verið varaflugvöllur fyrir millilandaflug.3. Stór hluti Vatnsmýrar verður byggingarhæft land (gróft áætlað um tveir þriðjuhlutar svæðisins).4. Núverandi mannvirki nýtast eins og best verður á kosið og samgöngumiðstöð fær góðan stað.5. Tillögu A4 er auðvelt að byggja í tveimur aðaláföngum án þess að trufla innanlandsflugið að ráði.Tillaga A4.Áfangar og kostnaður Áfangarnir tveir eru eftirfarandi og er kostnaður þeirra áætlaður út frá áðurnefndri skýrslu:1. áfangi: Bygging nýrrar norður-suðurflugbrautar. Áætlaður kostnaður er um 4 milljarðar kr. við landgerð og fyllingar og um 1 milljarður kr. við flugbrautir og flughlöð, samtals um 5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið árin 2018 til 2020 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að loka norður-suðurflugbrautinni fyrr en seinna.2. áfangi: Lenging núverandi norðvestur-suðausturbrautar um rúman hálfan km til norðvesturs. Áætlaður kostnaður er um 3 milljarðar kr. við landgerð, um 0,5 milljarðar kr. við flugbrautir og um 1 milljarður kr. við vegstokka undir flugbrautir, samtals um 4,5 milljarðar kr. Framkvæmdatíminn gæti verið á árunum 2025 til 2030 til að mæta ósk Reykjavíkurborgar um að fá sem mest landrými í Vatnsmýrinni við lok gildistíma Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Til viðbótar ofangreindum kostnaði kemur allur kostnaður við nýja samgöngumiðstöð, nýja aðstöðu Flugfélags Íslands, endurnýjun á búnaði sem hefur verið illa viðhaldið undanfarið o.fl. og má segja að slíkur kostnaður komi til óháð því hvar aðalinnanlandsflugvöllur Íslands verður í framtíðinni. Þessi kostnaður er auk þess líklega í lágmarki í tillögu A4.Uppgröftur úr húsgrunnum Ef ákvörðun verður tekin fljótlega um að fara þessa leið, má í framhaldinu byrja að fylla upp svæðið undir nýja norður-suðurflugbraut og er slík framkvæmd miklu ódýrari en ella, ef þarna er tímanlega opnaður tippur fyrir burðarhæft efni úr húsgrunnum (nýr Landspítali, hótel og þétting byggðar). Fyllingarsvæðið undir flugbrautirnar er brot af þeirri stækkun á hafnarsvæðum Reykjavíkur sem Reykjavíkurhöfn/Faxaflóahafnir hafa staðið fyrir undanfarin ár og þar hefur þessari aðferð verið beitt – að undirbúa verkið tímanlega og fá þannig ódýrt fyllingarefni á svæðið.Sáttin Það er talað um nauðsyn þess að ná sátt í málum. Það er engin sátt um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram óbreyttur og það er engin sátt um að loka honum. Tillögu A4 tel ég að megi kalla sáttatillögu. Ég læt þetta gott heita um Reykjavíkurflugvöll. Seinni grein mín verður um Sundabraut og birtist hún vonandi fljótlega í Fréttablaðinu. Tengillinn á grein mína í Verktækni haustið 2012 er: http://www.vfi.is/utgafa/verktaekni/ og var greinin birt í tölublaði 4 það ár.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun