Hver ber ábyrgð á Orkuveitu Reykjavíkur? S. Björn Blöndal skrifar 5. maí 2014 00:00 Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar