Grátur og gnístran tanna í Reykjavík Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 16. apríl 2014 07:00 Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Heimili: Reykjavík. Velferð: ? Okkur skortir rannsóknir en vitum þó að margir borgarbúar eru hjálparþurfi. Aldraðir, veikir, fatlaðir, efnalitlar fjölskyldur, námsmenn, fíklar, heimilislausir, útlendingar, atvinnuleitendur, fangar, skuldarar, börn og unglingar sem búa við erfiðar heimilisaðstæður eða kljást við vanlíðan af öðrum sökum… listinn er langur. Borgin stendur sig ekki vel í að rétta hjálparhönd. Ástæður eru m.a.:peningaskortur.kerfisbákn og regluveldi sem þarf að taka til í.þekkingarskortur á aðstæðum borgarbúa.hugsunarleysi.vond lög og reglugerðir.forréttindi sem fast er haldið í.lélegt upplýsingakerfi og skertur aðgangur fólks að vitneskju um málefni sem það varðar.hræðsla við breytingar. Kerfið ver alltaf sjálft sig, rétt eins og valdamiklir völdin sín og auðmenn peningana sína. Þess vegna þurfum við „counterstrike“; öflugt aðhald og sterka mannréttindagátt sem verkar eins og gagnárás ef stjórnkerfi borgarinnar fer að ganga á réttindi borgaranna og borgin hættir að rækja skyldur sínar. Í Reykjavík er grátur og gnístran tanna daglegt brauð á mörgum heimilum, þar með töldum elliheimilum, fangelsum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, sambýlum o.fl. þar sem fólk heldur heimili, nauðugt eða sjálfviljugt. Fjöldi fólks glímir ekki bara við fjárhags-, skulda- og húsnæðisvandamál heldur líka áhyggjur af börnunum sínum, einmanaleika, næringarskort, áhrifaleysi og lamandi þreytu, uppgjöf og úrræðaleysi þess sem stendur andspænis ofurvaldi gamalgróins kerfis. Því sem næst öll orka margra fer í að sækja rétt sinn til borgarinnar og/eða verjast ofurkröfum banka og lögfræðinga, í stað þess að byggja sig upp, gefa af sér, ná heilsu, vinna, mennta sig og vera með fjölskyldu sinni og fleira fólki. Þið ykkar sem eruð í góðum málum, lokið augunum skamma stund og ímyndið ykkur hvernig það er að horfa í augun á svöngu barni og segja „því miður“ eða streituna sem fylgir öllum erfiðleikunum sem taldir eru upp hér að framan. Þeir eru raunveruleg viðfangsefni margra Reykvíkinga.Hvað er til ráða? Hér eru nokkrar tillögur. Borgin getur: 1. Greitt öllum Reykvíkingum grunnframfærslu. 2. Léð þeim húsrúm sem vantar samastað. Borgin á yfir 300 fasteignir og getur samið um að fá fleiri, t.d. frá Íbúðalánasjóði. 3. Boðið borgurum upp á hollan morgunverð. 4. Gert leikskólann gjaldfrjálsan. 5. Spurt borgarana sjálfa hverju þarf að breyta. 6. Innleitt áætlun undirritaðrar um nýjar leiðir fyrir þá sem skulda Reykjavíkurborg. Sjá „Ég skil! Skuldaskil“ á blog.piratar.is/kristin. 7. Haldið alþjóðlega samkeppni í formi fjársjóðsleitar: „Leitin að nýjum tekjulindum fyrir Reykjavík.“ 8. Einfaldað stjórnun borgarinnar, aukið aðgengi að upplýsingum og skilgreint alla aðstoð við borgarbúa upp á nýtt með einfaldleika og gagnsæi í forgrunni. 9. Komið því skýrt á framfæri hverjar skyldur borgarinnar og réttindi borgarbúa eru. 10. Komið á alvöru þátttökulýðræði. 11. Nýtt borgarbyggingar betur undir samveru borgarbúa, tómstundir, fræðslu, samhjálp og vinnuskipti. Húsnæði er vannýtt til dæmis í kirkjum og félagsmiðstöðvar hafa breyst í „eitthvað sem er til úti á landi“ að miklu leyti. 12. Hér má hlaða inn öllu þessu góða sem við getum farið að hugsa um þegar við höfum þak yfir höfuðið, mat á borðið og erum ekki að sligast af áhyggjum út af skuldum og velferð barnanna okkar. Það er léleg klisja að við getum engu breytt. Það hefur þvert á móti aldrei neitt breyst nema einmitt vegna þess að einstaklingar tóku sig saman og breyttu því, svo vitnað sé til orða mannfræðingsins Margaret Mead. Við getum breytt borginni í betri samastað.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun