Norrænn þjóðfundur ungs fólks Eygló Harðardóttir skrifar 5. apríl 2014 07:00 Hvernig vil ég að framtíð mín verði? Þessari spennandi og áleitnu spurningu munu norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára svara á Þjóðfundi norrænna ungmenna sem fram fer í dag, 5. apríl, kl. 9-17 á Hilton Nordica hóteli. Yfirskrift fundarins er „demokrati og kreativitet“. Fundurinn er eitt af verkefnunum í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og er á vegum NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls eru um eitt hundrað þátttakendur skráðir frá öllum Norðurlöndunum til fundarins. Lýðræðisvitund og þátttaka Ein af áskorunum í norrænum samfélögum er að auka lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Mikilvægt er að beita ólíkum leiðum til þess að fá sem flesta að borðinu og taka þátt. Á Þjóðfundi norrænna ungmenna gefst ungu fólki tækifæri til að koma saman og ræða um hvernig þau vilja sjá framtíð sína. Notast verður við fundaraðferð sem beitt var á Þjóðfundinum hér á Íslandi árið 2009. Allir fá að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og skipta skoðanir allra þátttakenda jafn miklu máli. Framtíðarkynslóðin talar Það verða hvorki langar ræður eða fyrirlestrar haldnir á fundinum heldur munu þátttakendur sjálfir vinna hver með öðrum til að kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina og náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnuvegi. Það er undir þátttakendum komið hvaða mál fá mesta áherslu og hvaða lausnum og hugmyndum unga fólkið vill koma á framfæri um betri framtíð. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir kynslóðir framtíðarinnar að láta í sér heyra. Hverjir hlusta? Niðurstöðum fundarins verður komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og norrænu ríkisstjórnirnar. Þær verða einnig sendar til samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta þær til samfélagsrýni og umbóta. Ég hlakka til að sjá niðurstöður Þjóðfundar norrænna ungmenna og hef fulla trú á því að þær skili okkur betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig vil ég að framtíð mín verði? Þessari spennandi og áleitnu spurningu munu norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára svara á Þjóðfundi norrænna ungmenna sem fram fer í dag, 5. apríl, kl. 9-17 á Hilton Nordica hóteli. Yfirskrift fundarins er „demokrati og kreativitet“. Fundurinn er eitt af verkefnunum í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014 og er á vegum NORDBUK, barna- og ungmennanefndar Norrænu ráðherranefndarinnar. Alls eru um eitt hundrað þátttakendur skráðir frá öllum Norðurlöndunum til fundarins. Lýðræðisvitund og þátttaka Ein af áskorunum í norrænum samfélögum er að auka lýðræðisvitund og þátttöku ungs fólks. Mikilvægt er að beita ólíkum leiðum til þess að fá sem flesta að borðinu og taka þátt. Á Þjóðfundi norrænna ungmenna gefst ungu fólki tækifæri til að koma saman og ræða um hvernig þau vilja sjá framtíð sína. Notast verður við fundaraðferð sem beitt var á Þjóðfundinum hér á Íslandi árið 2009. Allir fá að koma sínum sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri og skipta skoðanir allra þátttakenda jafn miklu máli. Framtíðarkynslóðin talar Það verða hvorki langar ræður eða fyrirlestrar haldnir á fundinum heldur munu þátttakendur sjálfir vinna hver með öðrum til að kanna og tjá drauma sína um framtíðina, samfélagið, jörðina og náttúruna, vinnu og fjölskyldu, menningu og atvinnuvegi. Það er undir þátttakendum komið hvaða mál fá mesta áherslu og hvaða lausnum og hugmyndum unga fólkið vill koma á framfæri um betri framtíð. Hér er því um að ræða einstakt tækifæri fyrir kynslóðir framtíðarinnar að láta í sér heyra. Hverjir hlusta? Niðurstöðum fundarins verður komið á framfæri við Norrænu ráðherranefndina og norrænu ríkisstjórnirnar. Þær verða einnig sendar til samtaka ungs fólks og annarra sem vilja nýta þær til samfélagsrýni og umbóta. Ég hlakka til að sjá niðurstöður Þjóðfundar norrænna ungmenna og hef fulla trú á því að þær skili okkur betri framtíð.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar