Frumvarpið sem má ekki gleymast Einar Hugi Bjarnason skrifar 4. apríl 2014 07:00 Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþingis bíða nú ærin verkefni sem leysa þarf á þeim fáu þingfundardögum sem eftir lifa af vorþinginu. Þannig bíða ýmis mikilvæg lagafrumvörp afgreiðslu og ber þar vafalaust hæst frumvörp ríkisstjórnarinnar, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána og ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána.Lítið frumvarp – Miklir hagsmunir Tilefni þess að ég sting niður penna nú er að minna á frumvarp sem lagt hefur verið fram af efnahags- og viðskiptanefnd um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Í 1. gr. frumvarpsins segir: „Við ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrningarfresturinn skal vera átta ár frá því tímamarki.“ Þó að frumvarpið láti ekki mikið yfir sér og í raun aðeins þessi eina grein er það að mínum dómi eitt það allra mikilvægasta sem nú bíður afgreiðslu þingsins þar sem því er ætlað að koma í veg fyrir að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar renni út 16. júní nk. heldur framlengist til 16. júní 2018. Ef ekki næst að afgreiða þetta lagafrumvarp sem lög frá Alþingi á þeim tíma sem eftir lifir af vorþinginu er að mínum dómi stórslys yfirvofandi enda er þá raunveruleg hætta til staðar að kröfur lántaka á hendur fjármálafyrirtækjunum fyrnist nú í sumarbyrjun. Slík niðurstaða er að mínum dómi fullkomlega ótæk í ljósi þess að fjölmargir lántakar hafa enn ekki fengið niðurstöður frá lánveitendum um hvort og þá hvernig haga skuli uppgjöri vegna ólögmætrar gengistryggingar lána þeirra. Í þessu sambandi þarf ekki annað en að minna á að „viðskiptavinir“ Dróma sáluga fengu fá svör – og hvað þá úrlausn sinna mála – fyrr en eftir jarðarförina um síðustu áramót og yfirtöku Arion banka á lánunum í kjölfarið.Framferði Lýsingar Þá eru ónefndir þeir ólánsömu einstaklingar sem tóku lán hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu. Þar á bæ hafa þær leiðbeiningar sem felast í dómafordæmum Hæstaréttar, allt frá því að gengistrygging bílasamninga félagsins var dæmd ólögmæt með dómi þann 16. júní 2010, iðulega verið túlkaðar út frá eins þröngu lögfræðilegu sjónarhorni og frekast er unnt. Nýjasta dæmið um þetta er sú aðferðafræði sem Lýsing beitir við leiðréttingu fyrri endurútreikninga félagsins. Sú aðferð er beinlínis í andstöðu við dómafordæmi Hæstaréttar sem eru skýr um hvaða aðferð ber að beita við uppgjör gengislána. Það þarf vart að koma á óvart að aðferðafræðin sem Lýsing beitir við útreikninginn leiðir til lakari niðurstöðu fyrir lántaka en ef farið væri eftir dómafordæmum Hæstaréttar. Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni að þessi afstaða Lýsingar kunni að helgast af fyrningarfrestinum sem nefndur var hér að framan og ætlunarverkið sé að réttindi lántaka fyrnist. Ekki urðu þær fréttir, að Lýsing hafi nýlega fallið frá áfrýjun til Hæstaréttar á prófmáli sem höfðað var í kjölfar gengislánasamstarfs á grundvelli heimildar Samkeppniseftirlitsins, til að draga úr þeim efasemdunum. Í því máli hefði verið unnt að fá niðurstöðu í Hæstarétti um réttmæti útreikningsaðferðar Lýsingar.Fyrirvarar við endurútreikninga Þegar mörg stór verkefni bíða afgreiðslu Alþingis er sú hætta ávallt fyrir hendi að hin sem virðast smærri sitji á hakanum og gleymist í atinu. Þetta mega ekki verða örlög frumvarpsins um lengingu fyrningarfrestsins. Ég skora því á alþingismenn að bregðast skjótt við og samþykkja frumvarpið sem lög frá Alþingi áður en vorþingið rennur sitt skeið. Að lokum vil ég brýna fyrir þeim sem nýverið hafa fengið í hendur endurútreikning frá sínum lánveitanda að fara gaumgæfilega yfir útreikningana og samþykkja þá ekki nema með fyrirvara um betri rétt. Þegar upp er staðið geta slíkir fyrirvarar, ásamt ráðgjöf sérfræðinga um réttarstöðuna, skipt sköpum og komið í veg fyrir að réttmætar kröfur lántaka glatist.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun