Bregðumst við loftslagsvánni
Ekki síst valda áhyggjum spár um fæðuöryggi. Til lengri tíma getur hlýnun lofthjúpsins leitt til minni uppskeru nytjajurta á borð við hveiti, maís og hrísgrjón. Áhrif á fiskistofna eru einnig illfyrirsjáanleg, þar sem þeir færa sig eftir breyttu hitastigi og straumum. Þetta er slæm tíðindi á sama tíma og mannkyn vex um tvo milljarða munna eða meira á næstu áratugum.
Allar þjóðir munu bera skaða af stórfelldum loftslagsbreytingum, líka við Íslendingar. Fyrir okkur er hin svokallaða súrnun sjávar eitt helsta beina áhyggjuefnið tengt loftslagsbreytingum. Aukinn styrkur CO2 breytir efnasamsetningu í sjó, sem getur haft alvarleg áhrif á vistkerfi hafsins. Röskun á náttúrufari og lífsskilyrðum á heimsvísu hefur einnig óbein áhrif á Ísland, vegna aukinnar hættu á upplausn, ófriði og flóttamannavanda.
Til skemmri tíma geta einstakir þættir orðið Íslendingum og öðrum norðlægum ríkjum hagfelldir. Þannig telja vísindamenn líklegt að hlýnun muni bæta ræktunarskilyrði á Íslandi. Þetta er staðreynd, sem breytir engu um að loftslagsvandinn er hnattræn vá, sem Ísland berst gegn ásamt öðrum. Það er líka rétt að benda á að í öllum vanda felst von um lausn. Hún felst að miklu leyti í loftslagsvænni tækni, sem dregur úr losun og bætir lífsgæði. Mörg íslensk fyrirtæki skara fram úr í slíkri tækni og á sviði endurnýjanlegrar orku. Ég fagna því ef nýsköpun á þessu sviði blómstrar og fyrirtækjum með loftslagslausnir gengur vel.
Skýrsla IPCC er ákall til ríkja heims að gera betur. Ísland stendur sig að mörgu leyti vel í loftslagsmálum. Auðvitað getum við þó gert enn betur. Það má efla hlut rafbíla. Það má nýta loftslagsvænar tæknilausnir íslenskra hugvitsfyrirtækja í skipum. Það má efla kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu. Tökum loftslagsspánum af alvöru og vinnum að lausnum með bjartsýni að vopni.
Skoðun
Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar
Geir Sveinsson skrifar
Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna?
Sigvaldi Einarsson skrifar
Loðnustofninn hruninn
Björn Ólafsson skrifar
Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“?
Jason Steinþórsson skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
HA ég Hr. ráðherra?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Trump og forsetatilskipanir
Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar
Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum
Ólafur Stephensen skrifar
Ómæld áhrif kjaradeilu kennara
Anton Orri Dagsson skrifar
Hlutverk í fjölskyldum
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum
Ragnheiður Stephensen skrifar
Janúarblús vinstristjórnarinnar
Jens Garðar Helgason skrifar
Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áróðursstríð Ingu
Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar
Fyrir hvern vinnur þú?
Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Kostaboð
Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar
Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara
Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir
Birna Varðardóttir skrifar
Hvað næst RÚV?
Hilmar Gunnlaugsson skrifar
Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum
Björn Ólafsson skrifar
Glannalegt tal um gjaldþrot
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Bókvitið verður í askana látið!
Árni Sigurðsson skrifar
Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla
Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við?
Ragnheiður Stephensen skrifar
Birtingarmynd fortíðar í nútímanum
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Mun seðlabankastjóri standa við orð sín
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar
Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin?
Anna María Ingveldur Larsen skrifar
97 ár í sjálfboðaliðastarfi
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar
Borgið til baka!
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar
Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag
Viðar Hreinsson skrifar