Fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta Eygló Harðardóttir skrifar 27. mars 2014 07:00 Eignalausum einstaklingum gefst nú kostur á að fá fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, en lög þess efnis tóku gildi þann 1. febrúar sl. Um nýmæli er að ræða í íslenskri löggjöf en úrræðinu er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem geta ekki lagt sjálfir fram greiðslu til tryggingar fyrir skiptakostnaði. Lágmarksgreiðsla á slíkri tryggingu er 250.000 krónur og getur það reynst þungur baggi þeim sem eru í þeirri stöðu að vilja sjálfir krefjast gjaldþrotaskipta. Reynslan sýnir að ekki eru miklar líkur á að kröfuhafar krefjist gjaldþrotaskipta hjá þeim sem hefur verið gert hjá árangurslaust fjárnám og eiga því engar eignir. Setning laganna er því mikil bót fyrir þá sem vilja sjálfir lýsa sig gjaldþrota og njóta þannig styttri fyrningarfrests til að endurreisa fjárhag sinn og fjölskyldunnar eftir að hafa burðast með óviðráðanlegar skuldir árum saman. Getur verið skásta lausnin Skilyrði fjárhagsaðstoðarinnar er að umsækjandi eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum, geti ekki greitt tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og hafi reynt önnur greiðsluvandaúrræði, eða að umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda hans. Skuldavandi einstaklinga og fjölskyldna er margvíslegur og ljóst að sumum gagnast hvorki greiðsluaðlögun né önnur greiðsluvandaúrræði sem hafa verið í boði. Þegar svo háttar kann gjaldþrot að vera skásta lausnin og með því er greitt úr skuldamálunum innan tveggja ára frá lokum skipta. Það getur þó tekið lengri tíma að byggja upp fjárhagslegt traust gagnvart fjármálafyrirtækjum á ný. Gjaldfrjáls aðstoð Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að taka við umsóknum þeirra sem hyggjast sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar og kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði laganna. Sótt er um fjárhagsaðstoð á vef embættisins www.ums.is. Samþykki umboðsmaður skuldara umsókn um fjárhagsaðstoð gefur hann út yfirlýsingu þess efnis sem umsækjandi leggur fyrir héraðsdómstól ásamt kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði héraðsdómstóll við kröfunni er fjárhagsaðstoðin greidd skipuðum skiptastjóra. Einstaklingurinn sjálfur þarf að greiða 15.000 króna þingfestingargjald til héraðsdóms þegar beiðni hans er lögð fram hjá dómstólnum. Þjónusta umboðsmanns skuldara er gjaldfrjáls og aðstoðar hann einstaklinga við gagnaöflun og ritun greinargerðar ef með þarf. Einstaklingar þurfa því ekki að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til þess að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eignalausum einstaklingum gefst nú kostur á að fá fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, en lög þess efnis tóku gildi þann 1. febrúar sl. Um nýmæli er að ræða í íslenskri löggjöf en úrræðinu er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem geta ekki lagt sjálfir fram greiðslu til tryggingar fyrir skiptakostnaði. Lágmarksgreiðsla á slíkri tryggingu er 250.000 krónur og getur það reynst þungur baggi þeim sem eru í þeirri stöðu að vilja sjálfir krefjast gjaldþrotaskipta. Reynslan sýnir að ekki eru miklar líkur á að kröfuhafar krefjist gjaldþrotaskipta hjá þeim sem hefur verið gert hjá árangurslaust fjárnám og eiga því engar eignir. Setning laganna er því mikil bót fyrir þá sem vilja sjálfir lýsa sig gjaldþrota og njóta þannig styttri fyrningarfrests til að endurreisa fjárhag sinn og fjölskyldunnar eftir að hafa burðast með óviðráðanlegar skuldir árum saman. Getur verið skásta lausnin Skilyrði fjárhagsaðstoðarinnar er að umsækjandi eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum, geti ekki greitt tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og hafi reynt önnur greiðsluvandaúrræði, eða að umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda hans. Skuldavandi einstaklinga og fjölskyldna er margvíslegur og ljóst að sumum gagnast hvorki greiðsluaðlögun né önnur greiðsluvandaúrræði sem hafa verið í boði. Þegar svo háttar kann gjaldþrot að vera skásta lausnin og með því er greitt úr skuldamálunum innan tveggja ára frá lokum skipta. Það getur þó tekið lengri tíma að byggja upp fjárhagslegt traust gagnvart fjármálafyrirtækjum á ný. Gjaldfrjáls aðstoð Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að taka við umsóknum þeirra sem hyggjast sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar og kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði laganna. Sótt er um fjárhagsaðstoð á vef embættisins www.ums.is. Samþykki umboðsmaður skuldara umsókn um fjárhagsaðstoð gefur hann út yfirlýsingu þess efnis sem umsækjandi leggur fyrir héraðsdómstól ásamt kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði héraðsdómstóll við kröfunni er fjárhagsaðstoðin greidd skipuðum skiptastjóra. Einstaklingurinn sjálfur þarf að greiða 15.000 króna þingfestingargjald til héraðsdóms þegar beiðni hans er lögð fram hjá dómstólnum. Þjónusta umboðsmanns skuldara er gjaldfrjáls og aðstoðar hann einstaklinga við gagnaöflun og ritun greinargerðar ef með þarf. Einstaklingar þurfa því ekki að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til þess að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar