Er vinnustaðurinn þinn Stofnun ársins 2014? Árni Stefán Jónsson skrifar 26. mars 2014 10:45 Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun