Er vinnustaðurinn þinn Stofnun ársins 2014? Árni Stefán Jónsson skrifar 26. mars 2014 10:45 Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun