Er vinnustaðurinn þinn Stofnun ársins 2014? Árni Stefán Jónsson skrifar 26. mars 2014 10:45 Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin níu ár hefur SFR stéttarfélag staðið fyrir vali á Stofnun ársins í samstarfi við fjármálaráðuneytið, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR sem velur Fyrirtæki ársins. Könnunin sem einnig er launakönnun er send til um 50.000 starfsmanna, bæði á almennum markaði og hinum opinbera. Val á Stofnun ársins er því byggt á svörum 10.000 opinberra starfsmanna og verða viðurkenningar veittar við hátíðlega athöfn í maí næstkomandi. Tilgangur könnunarinnar er að að bæta starfsumhverfi félagsmanna og efla starfsþróun þeirra með því m.a. að veita stjórnendum upplýsingar um viðhorf starfsmanna til stofnunar sinnar, hvort sem um er að ræða staðfestingu á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatningu til að gera betur. Niðurstöður hennar eru traustir mælikvarðar sem nauðsynlegir eru til að gera stjórnendum kleift að vinna markvisst að úrbótum þar sem þeirra er þörf og veitir þeim aðhald til að gera enn betur fyrir starfsfólk sitt. Í könnuninni er spurt um atriði á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar. Þessir þættir eru mældir og niðurstaðan gefur til kynna hvaða stofnun hlýtur titilinn Stofnun ársins 2014. Valið er um stofnanir í þremur stærðarflokkum en auk þess er sú stofnun sem bætir sig mest á milli ára tilnefnd Hástökkvari ársins. Niðurstöður könnunarinnar byggjast á svörum starfsmannanna sjálfra því í henni hafa þeir orðið og gefa stofnuninni og stjórnendum einkunn. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem fá könnunina senda á næstu dögum taki sér tíma til að svara því sem spurt er um. Stærsta vinnumarkaðskönnuninKönnunin um val á Stofnun ársins er óumdeilanlega stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun landsins og með niðurstöðum hennar hefur skapast verðmætur grunnur til samanburðar og rannsókna á launaþróun í landinu sem er afar mikilvægt, jafnt fyrir launafólk, stéttarfélögin og stjórnendur stofnana og fyrirtækja. Könnunin nær, eins og áður sagði, bæði til starfsmanna á almennum markaði (VR) og opinberum markaði og gefur þannig enn mikilvægari upplýsingar um samanburð á starfsumhverfi og launaþróun starfa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Upplýsingarnar geta starfsmenn notað til að meta eigin vinnustað í samanburði við aðrar stofnanir og fyrirtæki og stjórnendum gefst tækifæri til að kortleggja stöðu stofnunarinnar, hvort sem það er staðfesting á því sem vel er gert í starfsmannamálum eða hvatning til að gera betur. Þá veitir könnunin félagsmönnum kost á að bera laun og starfskjör sín saman á milli ára og fylgjast með launaþróun almennt eða í sinni starfsgrein auk þess sem fylgjast má með launaþróun, launamun kynjanna, vinnutíma, starfsöryggi o.fl. Afar ánægjulegt er að þær stofnanir sem trónað hafa á toppnum í könnuninni einu sinni eða oftar halda sigurtákninu vel á lofti. Vinningshafar fá afhentan glæsilegan verðlaunagrip og viðeigandi merkingar til að nota. Eftir níu ára sögu könnunarinnar má því víða sjá, t.d. í móttökum og á heimasíðum allra bestu stofnana, merki Stofnunar ársins og Fyrirmyndarstofnana. Það er ánægjulegt að ganga inn í slíkar stofnanir fyrir þá sem þangað sækja því stolt starfsmanna og stjórnenda yfir stofnuninni sinni og árangurinn endurspeglast í merkinu. Einnig hlýtur það að skipta viðskiptavininn máli að vita að þarna er á ferðinni stofnun sem gott er að vinna fyrir. Við vitum öll að það skiptir starfsmennina miklu máli.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun