Heilagur kaleikur kynjakvótans Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. mars 2014 06:00 Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun