Heilagur kaleikur kynjakvótans Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. mars 2014 06:00 Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýverið tóku gildi lagaákvæði um að í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga, með fleiri en 50 starfsmenn, skuli hvort kyn eiga fulltrúa í stjórn þegar stjórn er skipuð þremur mönnum og þegar stjórnarmenn eru fleiri en þrír skal hlutfall hvors kyns ekki vera lægra en 40%. Í daglegu tali er þessi ákvöð nefnd kynjakvóti. Í knöppum rökstuðningi löggjafans fyrir þessari íhlutun í eignarrétt var vikið að því að nýlegar rannsóknir hefðu sýnt að hlutfall kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum fyrirtækja væri mun lægra en karla. Þar með var réttlæting íhlutunar upp talin. Enginn má efastTilgangur kynjakvóta er vafalaust góður. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að íhlutun löggjafa í þessa veru er óskapnaður og lagasetningin er ekki vel til þess fallin að lagfæra samfélagslegt vandamál. Raunar er svo komið að hver sá sem leyfir sér að efast um kynjakvótann er úthrópaður sem andstæðingur jafnréttis. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra leyfði sér t.a.m. að nefna mögulega endurskoðun fyrir nokkru og var sleginn rothöggi áður en honum tókst að skýra hvers eðlis sú skoðun yrði. Enn verra þótti svo að ráðherrann væri kona. Einhverjir hafa viljað draga löggjafann í land varðandi rökstuðninginn fyrir íhlutuninni og staðhæft að fyrirtækjum sé betur stjórnað eða vegni betur fjárhagslega þegar konur koma að stjórn. Hverjar þessar afgerandi rannsóknir séu fylgir þó aldrei þessum rökum. Raunar er það svo að enn hefur fræðimönnum ekki tekist með afgerandi hætti að sýna fram á (a) að kynjakvótar eyði svokölluðu glerþaki eða (b) að ákvarðanataka eða fjárhagsstaða félaga sé betri vegna kynjakvóta. Ef slíkar afgerandi rannsóknir lægju fyrir þá væri enda íhlutun löggjafans óþörf þar sem skynsamir hluthafar gætu þá vart annað en séð hag í því að hafa hlutföll kynja sem jöfnust í stjórn félags. Ábati í orðiHver er þá ábatinn af því að þvinga hluthafa til að hafa við stjórn félaga sem jöfnust hlutföll kynja? Líklega er ábatinn aðallega sá að löggjafinn og velunnarar íhlutunar í eignarréttinn geta þá ornað sér við að með tölum á blaði um 40 prósenta hlut kvenna í stjórnunarstöðum hafi jafnrétti náðst. Mesti mögulegi ábati allra haghafa og samfélagsins í heild – sá sem felst í vel reknu fyrirtæki þar sem fjölbreytt þekking stjórnenda er til staðar, óháð kyni – er orðinn aukaatriði. Sú þróun veit ekki á gott.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun