Þetta er eitthvað sem maður segir barnabörnunum frá Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. mars 2014 06:00 Alfreð er markahæstur í sögu Heerenveen. Vísir/Getty „Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað. Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
„Lífið hefur ekki breyst mikið eftir að ég sló metið. Ég vaknaði bara í morgun og fór í sturtu. Kannski þetta stígi mér til höfuðs seinna,“ segir Alfreð Finnbogason, markavélin hjá Heerenveen í Hollandi, léttur í bragði að vanda í samtali við Fréttablaðið. Þessi frábæri framherji skrifaði sig í sögubækurnar hjá hollenska félaginu Heerenveen á laugardaginn þegar hann skoraði 24. mark sitt á tímabilinu í 2-2 jafntefli við NEC Nijmegen. Hann hefur nú skorað 48 deildarmörk fyrir Heerenveen og er markahæsti leikmaður efstu deildar í sögu félagsins.Segi barnabörnunum frá þessu „Þetta hefur verið að stigmagnast undanfarið eftir að ég jafnaði metið og núna þegar ég bætti það,“ segir Alfreð um stemninguna í félaginu fyrir metinu. „Það komu hamingjuóskir á stóra skjáinn og svo var mamma á vellinum til að sjá þetta. Hún sat uppi í stúku og var stolt af sínum strák.“ „Það hafa margir frábærir framherjar spilað hérna. Framherjasaga liðsins er alveg mögnuð. Liðið hefur átt endalaust af markaskorunum eins og Ruud van Nistelrooy, Marcus Albäck, Klaas-Jan Huntelaar, Afonso Alves og nú síðast Bas Dost. Að vera efstur á blaði á meðal svona manna er eitthvað sem maður á eftir að segja barnabörnunum,“ segir Alfreð. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu en það er níunda vítið sem hann skorar úr í deildinni. „Það þarf líka að skora úr vítunum,“ segir hann. „Á einhvern ótrúlegan hátt erum við búnir að fá níu víti og ég er vítaskytta liðsins. Ég er búinn að skora úr síðustu 12 eða 13 vítum sem ég hef tekið.“Langar að njóta ferðarinnar Markahrókar Heerenveen í gegnum tíðina hafa haldið til stærri félaga og skilað félaginu miklum hagnaði. Það stendur illa fjárhagslega og hafnaði tilboðum í Alfreð síðasta sumar og aftur í janúar. „Ég ætla bara njóta ferðarinnar og reyna standa mig. Þá sér endastöðin um sig sjálf. Síðan ég kom hingað hefur aðeins verið rætt um tvennt: Hvort ég skora og hvert ég er að fara. Ég hef aldrei fengið að njóta þess almennilega að vera lykilmaður í flottu félagi. Það er ekkert gefins að fá að spila 90 mínútur í góðu liði í hverjum leik. Við erum að sjá það núna. En ég hef auðvitað mín markmið og stefni hærra,“ segir Alfreð Finnbogason.Milljarða-menn Við leyfum Alfreð að njóta ferðarinnar en samt má fastlega búast við því að hann færi sig um set í sumar. Heerenveen er nefnilega ekki bara þekkt fyrir að framleiða frábæra markaskora heldur staldra þeir stutt við. Sá sem er í öðru sæti á markalistanum er Gerald Sibon. Hann er undantekning frá reglunni en hann skoraði mörkin sín 47 á sex árum en hann var í þrígang á mála hjá liðinu. Sá þriðji markahæsti, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, dvaldi í eitt og hálft tímabil hjá Heerenveen áður en hann var seldur til Middlesbrough fyrir 17 milljónir Evra. Hann skilaði liðinu miklum hagnaði þrátt fyrir að vera sá dýrasti í sögu félagsins. Í fjórða sæti er Bas Dost en hann spilaði í tvö tímabil með Heerenveen og skoraði 45 mörk í 66 leikjum. Hann var síðan seldur fyrir sjö milljónir evra til Wolfsburg þar sem hann spilar í dag. Einn frægasti markahrókur félagsins er aftur á móti Klaas-Jan Huntelaar sem skoraði 33 mörk í 46 leikjum fyrir Heerenveen. Hann skilaði félaginu rúmum milljarði í hagnað þegar hann var seldur til Ajax.Markahrókar Heerenveen sem hafa farið annað.
Fótbolti Tengdar fréttir Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Alfreð orðinn markahæsti leikmaður Heerenveen frá upphafi Íslenski landsliðsframherjinn skoraði sitt 48. deildarmark fyrir Heerenveen í 2-2 jafntefli NEC Nijmegen í kvöld. 22. mars 2014 20:34