Sundlaugin á Hofsósi fallegasta nýbyggingin Álfrún Pálsdóttir skrifar 15. mars 2014 15:00 Sundlaugin á Hofsósi er að mati allra álitsgjafa blaðsins talin velheppnuð bygging. Mynd/Rafn Sigurðsson Ýmislegt spennandi hefur gerst í íslenskum arkitektúr á síðustu árum. Fréttablaðið fékk vel valinn hóp fagaðila til að velja fallegustu nýbyggingar landsins sem eiga það sameiginlegt að vera byggðar eftir árið 2007. Sundlaugin á Hofsósi er þar efst á blaði þar sem byggingin er talin einstaklega vel heppnuð og bera virðingu fyrir náttúrudýrðinni í umhverfinu. Sundlaugin á Hofsósi – Arkitektar: Basalt/VA arkitektar: Jóhann Harðarson, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Stefanía Sigfúsdóttir, Sigríður Sigþórsdóttir (2010) „Arkitektúr sem í sjálfu sér er upplifun. Falleg lausn þar sem virðing er borin fyrir umhverfi og náttúru. Unnið er vel með samspil þess náttúrulega og manngerða og góð tilfinning fyrir hlutföllum, efnum, notkun og tilgangi. Byggingin er hógvær í landslaginu en myndar um leið sterkt samspil við umhverfið, haf og land.“Elísabet V. Ingvarsdóttir „Laugin og þjónustuhúsið eru hugvitssamlega felld inn í landið. Í einfaldleik sínum nær mannvirkið að magna áhrif umhverfisins þar sem vatnsflötur laugarinnar kallast á við hafflöt Skagafjarðar og eyjarnar við sjónarrönd.“Pétur H. Ármannsson „Sundlaugin á Hofsósi eftir Basalt-arkitekta. Tekin í notkun 2010. Mögnuð bygging þar sem sundlaugin nánast snertir hafið og sjónsteyptir veggirnir flæða meðfram umhverfinu.“Freyr Einarsson „Sundlaugin við Hofsós býður upp á einstaka upplifun. Auðmýkt gagnvart umhverfinu og landslagi fjarðar, fjalla og Drangeyjar einkenna verkið. Öll staðarmyndun er til fyrirmyndar og upphefur fallegt útsýnið, en sjónrænt rennur sundlaugarvatnið og sjórinn saman í eitt þegar horft er frá laugarkerinu í átt til Drangeyjar. Bygging og landslag fléttast saman í sannfærandi heild og þakið á byggingunni rennur inn í bæjarumhverfið og myndar skemmtilegt útisvæði.“Sigrún BirgisdóttirÁlitsgjafar:Elísabet V. Ingvarsdóttir - Hönnunarfræðingur/hönnuður og kennariPétur H. Ármannsson - ArkitektFreyr Einarsson - SjónvarpsstjóriSigrún Birgisdóttir - Deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla ÍslandsVísir/Pjetur Háskólinn á Akureyri, skipulag og kennsluhúsnæði, 4. áfangi. Arkitektar: Gláma-Kím arkitektar (2010–2012) „Eldri og yngri byggingar mynda sannfærandi heild þar sem mikil alúð er lögð í mótun rýmis og öll útfærsluatriði. Sterk grunnhugmynd að skipulagi bygginga, samsett úr minni einingum sem unnt var að byggja í hóflegum áföngum."Pétur H. Ármannsson „Háskólinn á Akureyri er byggður við og utan um eldri byggingar að Sólborg í nokkrum áföngum. Einstaklega vel hefur tekist til við flæði milli eldri og nýrri byggingarhluta og að skapa umhverfi sem þjónar vel háskólasamfélaginu. Sérstaða verksins felst í hversu vel hefur verið unnið með að skapa heildrænt yfirbragð með vandaða útfærslu á rýmum og efnisvali ásamt því að viðhalda vönduðum vinnubrögðum á löngum framkvæmdatíma."Sigrún BirgisdóttirVísir/Pjetur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ – Arkitektar: Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger hjá a2f Arkitektum (2014) „Fyrst og fremst athyglisverð bygging sem þjónar vel tilgangi sínum, tekur mið af umhverfinu og er byggð með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Skipulag rýma og tengsl þeirra á milli bera vott um góðan skilning á starfseminni og eru hvetjandi til nýbreytni og sveigjanleika í kennsluháttum. Efnisval er áhugavert jafnt utan sem innan, hljóðvist er áberandi góð og eiga verk Bryndísar Bolladóttur sem skreyta skólastofur og önnur rými, sinn þátt í því.“Elísabet V. IngvarsdóttirMynd/Auðunn Safnasafnið á Svalbarðsströnd – Arkitekt: Ragnheiður Ragnarsdóttir (2007) „Falleg heildarlausn þar sem gott samspil er á milli tveggja eldri húsa við nýja byggingu sem tengir þær saman. Hún hefur að geyma óvænta og áhugaverða þætti sem skapa sjónræna upplifun með samspili við gróinn garðinn í kring. Vandað verk þar sem góður skilningur er á starfsemi safnsins og verkefninu í heild og vel unnið með samspil einkarýmis og safns.“Elísabet V. IngvarsdóttirVísir/Valli Háskólatorg - Arkitekt: Hornsteinar arkitektar í samvinnu við Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar (2007) „Vel heppnuð bygging og skipulag sem virkar mjög vel, ekki síst fyrir kúltúrinn í Háskólanum. Tengingin við gömlu byggingarnar er snjöll og býr til skemmtilegt flæði sem sameinar allar deildir á torginu sem hefur valdið straumhvörfum fyrir menningu háskólans.“Freyr Einarsson Endurbygging á Nýja-Bíósreitnum í Lækjargötu - Arkitektar: Stúdíó Grandi (2011) „Vel útfærð endurgerð á gömlum byggingum og skemmtileg rými sem þær mynda í miðborginni.“Freyr Einarsson Hannesarholt - Arkitektar: ARGOS, hönnunarteymi: Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon arkitektar „Hannesarholt er markverð og vönduð endurgerð á sögulegri byggingu í eldri hluta bæjarins. Vandvirkni í endurgerð einkennir verkið og skapar heillandi umhverfi sem tvinnar vel saman fyrri sögu hússins og nýja starfsemi. Viðbygging fellur vel að umhverfinu og styður við fjölþætta starfsemi hússins. Starfsemin og húsið býður upp á sérstaklega áhugaverðan vettvang og viðbót í flóru menningarstofnana í miðbæ Reykjavíkur.“Sigrún BirgisdóttirMynd/Auðunn Kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar - Arkitektar: Kollgáta - Logi Már Einarsson og Ingólfur Freyr Guðmundsson (2012) „Bygging sem nær að tengjast viðkvæmu, sögulegu umhverfi með góðum hlutföllum og vönduðu efnisvali. Heildarform hússins vísar til eldri byggðar á Akureyri en um leið ber útfærsla þess samtíð sinni vitni."Pétur H. Ármannsson Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Ýmislegt spennandi hefur gerst í íslenskum arkitektúr á síðustu árum. Fréttablaðið fékk vel valinn hóp fagaðila til að velja fallegustu nýbyggingar landsins sem eiga það sameiginlegt að vera byggðar eftir árið 2007. Sundlaugin á Hofsósi er þar efst á blaði þar sem byggingin er talin einstaklega vel heppnuð og bera virðingu fyrir náttúrudýrðinni í umhverfinu. Sundlaugin á Hofsósi – Arkitektar: Basalt/VA arkitektar: Jóhann Harðarson, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Stefanía Sigfúsdóttir, Sigríður Sigþórsdóttir (2010) „Arkitektúr sem í sjálfu sér er upplifun. Falleg lausn þar sem virðing er borin fyrir umhverfi og náttúru. Unnið er vel með samspil þess náttúrulega og manngerða og góð tilfinning fyrir hlutföllum, efnum, notkun og tilgangi. Byggingin er hógvær í landslaginu en myndar um leið sterkt samspil við umhverfið, haf og land.“Elísabet V. Ingvarsdóttir „Laugin og þjónustuhúsið eru hugvitssamlega felld inn í landið. Í einfaldleik sínum nær mannvirkið að magna áhrif umhverfisins þar sem vatnsflötur laugarinnar kallast á við hafflöt Skagafjarðar og eyjarnar við sjónarrönd.“Pétur H. Ármannsson „Sundlaugin á Hofsósi eftir Basalt-arkitekta. Tekin í notkun 2010. Mögnuð bygging þar sem sundlaugin nánast snertir hafið og sjónsteyptir veggirnir flæða meðfram umhverfinu.“Freyr Einarsson „Sundlaugin við Hofsós býður upp á einstaka upplifun. Auðmýkt gagnvart umhverfinu og landslagi fjarðar, fjalla og Drangeyjar einkenna verkið. Öll staðarmyndun er til fyrirmyndar og upphefur fallegt útsýnið, en sjónrænt rennur sundlaugarvatnið og sjórinn saman í eitt þegar horft er frá laugarkerinu í átt til Drangeyjar. Bygging og landslag fléttast saman í sannfærandi heild og þakið á byggingunni rennur inn í bæjarumhverfið og myndar skemmtilegt útisvæði.“Sigrún BirgisdóttirÁlitsgjafar:Elísabet V. Ingvarsdóttir - Hönnunarfræðingur/hönnuður og kennariPétur H. Ármannsson - ArkitektFreyr Einarsson - SjónvarpsstjóriSigrún Birgisdóttir - Deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla ÍslandsVísir/Pjetur Háskólinn á Akureyri, skipulag og kennsluhúsnæði, 4. áfangi. Arkitektar: Gláma-Kím arkitektar (2010–2012) „Eldri og yngri byggingar mynda sannfærandi heild þar sem mikil alúð er lögð í mótun rýmis og öll útfærsluatriði. Sterk grunnhugmynd að skipulagi bygginga, samsett úr minni einingum sem unnt var að byggja í hóflegum áföngum."Pétur H. Ármannsson „Háskólinn á Akureyri er byggður við og utan um eldri byggingar að Sólborg í nokkrum áföngum. Einstaklega vel hefur tekist til við flæði milli eldri og nýrri byggingarhluta og að skapa umhverfi sem þjónar vel háskólasamfélaginu. Sérstaða verksins felst í hversu vel hefur verið unnið með að skapa heildrænt yfirbragð með vandaða útfærslu á rýmum og efnisvali ásamt því að viðhalda vönduðum vinnubrögðum á löngum framkvæmdatíma."Sigrún BirgisdóttirVísir/Pjetur Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ – Arkitektar: Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger hjá a2f Arkitektum (2014) „Fyrst og fremst athyglisverð bygging sem þjónar vel tilgangi sínum, tekur mið af umhverfinu og er byggð með vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Skipulag rýma og tengsl þeirra á milli bera vott um góðan skilning á starfseminni og eru hvetjandi til nýbreytni og sveigjanleika í kennsluháttum. Efnisval er áhugavert jafnt utan sem innan, hljóðvist er áberandi góð og eiga verk Bryndísar Bolladóttur sem skreyta skólastofur og önnur rými, sinn þátt í því.“Elísabet V. IngvarsdóttirMynd/Auðunn Safnasafnið á Svalbarðsströnd – Arkitekt: Ragnheiður Ragnarsdóttir (2007) „Falleg heildarlausn þar sem gott samspil er á milli tveggja eldri húsa við nýja byggingu sem tengir þær saman. Hún hefur að geyma óvænta og áhugaverða þætti sem skapa sjónræna upplifun með samspili við gróinn garðinn í kring. Vandað verk þar sem góður skilningur er á starfsemi safnsins og verkefninu í heild og vel unnið með samspil einkarýmis og safns.“Elísabet V. IngvarsdóttirVísir/Valli Háskólatorg - Arkitekt: Hornsteinar arkitektar í samvinnu við Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar (2007) „Vel heppnuð bygging og skipulag sem virkar mjög vel, ekki síst fyrir kúltúrinn í Háskólanum. Tengingin við gömlu byggingarnar er snjöll og býr til skemmtilegt flæði sem sameinar allar deildir á torginu sem hefur valdið straumhvörfum fyrir menningu háskólans.“Freyr Einarsson Endurbygging á Nýja-Bíósreitnum í Lækjargötu - Arkitektar: Stúdíó Grandi (2011) „Vel útfærð endurgerð á gömlum byggingum og skemmtileg rými sem þær mynda í miðborginni.“Freyr Einarsson Hannesarholt - Arkitektar: ARGOS, hönnunarteymi: Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon arkitektar „Hannesarholt er markverð og vönduð endurgerð á sögulegri byggingu í eldri hluta bæjarins. Vandvirkni í endurgerð einkennir verkið og skapar heillandi umhverfi sem tvinnar vel saman fyrri sögu hússins og nýja starfsemi. Viðbygging fellur vel að umhverfinu og styður við fjölþætta starfsemi hússins. Starfsemin og húsið býður upp á sérstaklega áhugaverðan vettvang og viðbót í flóru menningarstofnana í miðbæ Reykjavíkur.“Sigrún BirgisdóttirMynd/Auðunn Kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar - Arkitektar: Kollgáta - Logi Már Einarsson og Ingólfur Freyr Guðmundsson (2012) „Bygging sem nær að tengjast viðkvæmu, sögulegu umhverfi með góðum hlutföllum og vönduðu efnisvali. Heildarform hússins vísar til eldri byggðar á Akureyri en um leið ber útfærsla þess samtíð sinni vitni."Pétur H. Ármannsson
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira