Vel þarf að gæta búsins Steingrímur J. Sigfússon skrifar 3. mars 2014 08:00 Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir því sem leið á árið 2013 kom betur og betur í ljós að talsvert meiri kraftur var í efnahagsbatanum en talið var framan af árinu. Kemur þetta strax fram í meiri hagvexti á fyrrihluta ársins 2013, sem var 2,2% samkvæmt peningamálum Seðlabanka Íslands í nóvember sl. Það er þó ekki síður batnandi ástand á vinnumarkaði sem sendir skýr skilaboð um að batinn sem hófst með viðsnúningi hagkerfisins undir lok ársins 2010 hélt áfram. Atvinnuleysi var á bilinu 0,5-1 prósentustigi minna að meðaltali 2013 en 2012, hlutfall starfandi var um 2 prósentustigum hærra og heildarvinnustundafjöldi er talinn hafa vaxið um ein 5,6%. Allt eru þetta góðar fréttir svo langt sem þær ná. Seðlabankinn gerir nú í sinni nýjustu spá ráð fyrir að hagvöxtur hafi orðið 3% á árinu 2013, sem þýðir að hagvöxtur var að meðaltali um 2,4% árin 2011-2013. Það er þó ekki verra ástand en þetta sem fyrrverandi ríkisstjórn skilur eftir sig þrátt fyrir hrun og hörmulegar aðstæður sem hún kom að á öndverðu ári 2009.Áætlunin studdi við hagvöxt Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hlýtt er á núverandi valdhafa sem tala eins og það sé fyrst nú og þeim einum að þakka að hér séu hlutir að þokast til betri vegar. Enginn vafi er á að fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar sem sett var af stað á árinu 2012 á sinn þátt í því að meiri þróttur var í hagkerfinu á árinu 2013 en ella hefði orðið. Þessu gleyma stjórnarliðar í barnalegum tilburðum sínum til að finna verkum fyrri ríkisstjórnar allt til foráttu. Að sama skapi eru það mikil mistök hjá núverandi ríkisstjórn að leggja ekki áfram rækt við og hlúa að þeim greinum íslensks atvinnulífs sem eiga góða vaxtar- og þróunarmöguleika. Í ár verður meira en helmingi minni fjármunum varið í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar en var árið 2013. Minna fé verður veitt til rannsóknar- og þróunarstarfsemi og til stuðnings skapandi greinum. Sóknaráætlunum landshlutanna var því sem næst slátrað, menningarsamningar skertir um 10% og veruleg skerðing verður á því fjármagni sem Vegagerðin hefur úr að spila svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Núverandi ríkisstjórn dregur því úr hvetjandi stuðningi við nýsköpun og uppbyggingu í atvinnulífinu milli ára og áherslur hennar í efnahags- og ríkisfjármálum hafa í heild fremur kælandi áhrif á hagkerfið en hitt. Þetta er áhyggjuefni, veldur vonandi ekki teljandi bakslagi en mun leiða til þróttminni framvindu en ella hefði orðið.Ríkisfjármálin voru á réttri leið Þegar þetta er ritað liggja enn ekki fyrir fyrstu tölur um endanlega afkomu ríkissjóðs á árinu 2013. En, þegar virðist ljóst að sú dökka mynd sem forkólfar ríkisstjórnarflokkanna reyndu að blása upp með sérstöku úthlaupi í sumarbyrjun, rætist sem betur fer ekki. Vissulega verður halli á rekstri ríkissjóðs talsvert umfram það sem fjárlög gerðu upphaflega ráð fyrir, en á því ber núverandi ríkisstjórn sína ábyrgð að hluta með því að falla frá tekjuöflun sem fjárlögin gerðu ráð fyrir svo milljörðum nemur. Einnig verður það væntanlega niðurstaðan, því miður, að framlag til Íbúðalánasjóðs upp á 4,5 milljarða króna verður gjaldfært eða afskrifað og kemur því fram sem aukinn halli. Engu að síður mun niðurstaðan fela í sér umtalsverðan afkomubata milli ára. Halli upp á eitthvað í nágrenni við 20 milljarða að meðtöldu framlaginu til Íbúðalánasjóðs, ef það verður niðurstaðan, mun staðfesta að ríkisfjármálin voru að komast fyrir vind í lok síðasta kjörtímabils. Gleymum því ekki að við lögðum af stað í ferðalagið eftir hrun með halla af stærðargráðunni 170-280 milljarða króna á núgildandi verðlagi (árin 2009 og 2008). Vonandi reiðir okkur vel af á yfirstandandi ári þannig að markmið um hallalausan ríkisbúskap náist. Það eru þó blikur á lofti og margt bendir til að ákveðinn hallarekstur færist úr bókhaldi ríkissjóðs sjálfs yfir í skuldasöfnun einstakra stofnana svo sem framhaldsskóla. Einnig er áhyggjuefni að tekjugrunnur ríkissjóðs er nokkru veikari en á fyrra ári og loks munar um minna en ákveðna óvissu um eitt stykki bankaskatt upp á 38,5 milljarða króna. Því þarf að gæta búsins vel.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun