Stöðug rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í Evrópu Vilborg Einarsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Sjá meira
Við hjá Mentor höfum í meira en tvo áratugi unnið að þróun og rekstri upplýsingakerfa, í upphafi einkum með grunnskólum, en á síðari árum einnig með leikskólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum. Segja má að Mentor vinni að samþættingu tækni og menntunar í sinni víðustu mynd og býður Mentor upp á heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi. En þótt styrkur Mentors hafi í upphafi legið í sterkum heimamarkaði á Íslandi hefur áhersla síðari ára verið á vöxt utan landsteinanna. Mentor er nú með starfsstöðvar í fjórum löndum erlendis, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss og í Bretlandi. Mentor hefur þannig markað sér vaxtarstefnu sem fólgin er í að nýta spennandi tækifæri erlendis á ört vaxandi markaði með kerfi sem þróað er á Íslandi í samvinnu við starfsstöðvar fyrirtækisins í Evrópu. Mentor hefur frá upphafi skilgreint sig sem nýsköpunarfyrirtæki sem hefur lagt kapp á að vera í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu. Aukin umsvif Mentors utan landsteinanna byggjast bæði á íslensku hugviti og framúrskarandi starfsmönnum í erlendum starfstöðvum. Mentor hefur átt því láni að fagna að hreppa ýmsar ánægjulegar viðurkenningar á undanförnum árum jafnt innanlands sem erlendis. En samkeppnin er vitaskuld hörð og því skiptir gríðarlegu máli að hugvitsfyrirtæki eins og Mentor búi við rekstrarumhverfi á heimaslóðum sem er samkeppnishæft við það sem keppinautum býðst í Evrópu.Lágmarkskrafa Við hjá Mentor höfum ekki farið varhluta af þeim gífurlegu sveiflum sem orðið hafa á rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Þar hafa gjaldmiðlahremmingar, háir vextir, óvissa í fjárfestingaumhverfi og gjaldeyrishöft reynst ansi þung í skauti. Í því ljósi höfum við eindregið stutt þá stefnu Samtaka iðnaðarins að fara fram á að íslensk stjórnvöld kanni til hlítar hvort önnur skipan mála hvað varðar gjaldmiðilinn, vaxtastigið og umgjörð peningamálastefnu gæti náðst fram með inngöngu í ESB. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa atvinnulífsins að stjórnvöld taki sér góðan tíma í að rýna í þá valkosti sem í boði eru og útiloka ekki neitt fyrir fram. Því verður ekki trúað að óreyndu að íslensk stjórnvöld muni ganga gegn þeim stóra hópi íslenskra iðnfyrirtækja sem vill að kannað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB ellegar utan. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tekur ekki af nein tvímæli þar um og gefur ekkert tilefni til skjótra ákvarðana sem skaða kunna hagsmuni íslensks atvinnulífs til frambúðar. Skýrslan kallar í raun miklu fremur á að aðildarviðræður hefjist að nýju og að niðurstöður verði brotnar til mergjar þá fyrst þegar viðræðum er lokið og samningsniðurstaða liggur fyrir.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun