Leyfum þjóðinni að njóta vafans Arnar Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2014 06:00 Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Valkostir Íslands í gjaldeyrismálum eru tveir: Búa við íslenska krónu, studda gjaldeyrishöftum af einhverju tagi um fyrirsjáanlega framtíð, eða stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta staðfestir umræða síðustu ára og ítarlegar skýrslur, m.a. Seðlabanka Íslands. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er að auki líflína atvinnulífsins til mikilvægustu útflutningsmarkaða landsins. Ábyrgðarlaust er að útiloka annan þessara valkosta, mögulega til næstu áratuga, með því að slíta aðildarviðræðum við ESB. Engin áætlun liggur fyrir um hvernig þjóðin ætlar að búa við haftakrónuna. Engin áætlun um uppgjör búa föllnu bankanna hefur verið kynnt. Hluti EES-samningsins er í uppnámi og engin lausn í sjónmáli á þeim vanda. Engin greining hefur farið fram á því hvernig við gætum haldið aðild að innri markaði Evrópu ef við brjótum kerfisbundið gegn ákvæðum samningins. Því hefur heldur ekki verið svarað hvernig við getum innleitt veigamikla þætti á borð við samræmdar aðgerðir til að tryggja fjármálastöðugleika. Ákvörðun um formleg viðræðuslit Íslands og ESB er því miður ekki hægt að afturkalla eftir hentugleikum. Samþykki allra aðildarþjóða þarf til að hefja nýjar aðildarviðræður við Ísland. Ákvörðun um að hefja aðildarviðræður gaf þjóðinni sjálfri valkost um framtíð landsins en í þeirri ákvörðun að hefja aðildarferlið fólst að þjóðin fengi sjálf að eiga síðasta orðið um aðild. Sú afdrifaríka ákvörðun að samþykkja eða fella aðildarsamning skyldi tekin af þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslu, byggt á bestu fáanlegu upplýsingum, einkum sjálfum aðildarsamningnum. Þingsályktunartillagan sem nú liggur fyrir sviptir þjóðina þeim rétti að eiga sjálf síðasta orðið um fyrirsjáanlega framtíð. Hún er svipt valkosti sem er þýðingarmikill um hvaða stefnu Ísland tekur. Hluti stjórnarþingmanna hyggst í reynd fella óséðan samning fyrir hönd okkar allra. Og það án greiningar á afleiðingunum, án skýrra valkosta, án framtíðarsýnar fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf. Án þess einu sinni að standa við skýrt loforð gagnvart eigin kjósendum um að leyfa þjóðinni þó að taka sjálfri þá afdrifaríku ákvörðun að slíta viðræðum að óloknum samningi. Hér er svo mikið í húfi að þjóðin verður sjálf að fá að njóta vafans.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun