ESB… hugs hugs Stefán Víðisson skrifar 25. febrúar 2014 06:00 Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum tíu árum hafði ég þá bjargföstu trú að við, Íslendingar, hefðum ekkert að gera inn í þetta batterí sem við í daglegu tali köllum Evrópusambandið. Ég trúði að í landi með allar þessar auðlindir, öll þessi tækifæri og allan mannauðinn (við eigum jú heimsmet í flestu, allavega ef miðað er við höfðatölu) gæti varla verið nokkuð sem við hefðum að sækja þarna út. Það er líka að verða áratugur síðan ég kynntist konu, sem í dag er eiginkonan mín. Ég man eftir því nokkrum mánuðum eftir að við kynntumst, svona þegar mesti ástarbríminn fór að renna af okkur og byrjað var ræða málin í einhverri alvöru, að ég komst að því mér til nokkurrar undrunar að hún var Evrópusinni. Hún færði nú svo sem engin sérstök rök fyrir þessari skoðun sinni. Hún hafði reyndar búið úti í Danmörku í nokkur ár og kannski hafði hún bara eitthvað blindast af því að umgangast Baunann full mikið. Mér fannst eiginlega á þessum tíma að ég þyrfti að leiðrétta þetta viðhorf hennar eða m.ö.o. að fá hana bara ofan af þessari vitleysu. Það er þó eitt sem ég verð að nefna varðandi sjálfan mig svona áður en ég kem mér að efninu en það er að ég er gæddur þeim eiginleika, veit samt ekki alveg ennþá hvort það er meiri kostur eða galli, að ég er oft fljótur að mynda mér skoðun á málum og er þá yfirleitt tilbúinn að hafa hátt um þá skoðun og þá helst bara að yfirgnæfa aðra í „rökræðunni“. En þannig hagar maður sér nú ekki gagnvart konunni sinni þannig að ég var nú eiginlega tilneyddur að finna einhverja aðra leið til að fá hana til að skipta um skoðun varðandi þetta málefni. Svo kom að því einn daginn að ég ákvað að ég yrði trúlega að lesa mér eitthvað til um þetta svo að ég gæti bara sýnt henni þetta svart á hvítu. Og ég fór að lesa. Svo las ég aðeins meira og eftir því sem ég las meira þá fór þessi skoðun mín að breytast. Fyrstu merkin um að ég væri farinn að efast um að ég hefði verið á réttri braut í þessu máli var að ég hætti á ákveðnu tímabili, svona að mestu, að tjá mig um þetta. Í dag er ég orðinn sannfærður um að Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu samstarfi með aðild og vinna þar með okkar nágrannaþjóðum í að þróa þetta samband áfram. Ég er sannfærður um að landbúnaður mun eflast og vaxa með því að fá aðgang að risamarkaði og eins er ég sannfærður um að sjávarútvegur mun vaxa og þá helst vegna fulls aðgangs að mörkuðum Evrópu fyrir fullunnar sjávarafurðir, en það mun þýða mikla fjölgun starfa í landinu á því sviði. Þegar ég hugsa til baka velti ég því fyrir mér hvort þetta geti ekki átt við um miklu fleiri, þ.e. að það vanti þó nokkuð upp á að fólk kynni sér málið? Reyndar virðist vera margt sem bendir til þess að þetta muni vera reyndin og er það aðallega vegna þeirra röksemda sem maður heyrir frá þeim sem finna hugsanlegri aðild Íslands að ESB allt til foráttu. Ég hvet alla til þess að mynda sér upplýsta skoðun á málinu. Þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir okkur og ég er sannfærður um að innganga í ESB mun verða öllum Íslendingum til hagsbóta.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar