Róum öll í sömu áttina Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Glæsilegt Viðskiptaþing var haldið í síðustu viku og hafa því verið gerð góð skil í fjölmiðlum. Aðsókn að þinginu var góð og hvert sæti skipað. Margt fróðlegt var þarna reifað en segja má að meginumfjöllunin hafi verið um þau fjölmörgu tækifæri sem framundan eru í íslensku viðskiptalífi og leiðir til að nýta þau sem best. Það eru gömul og augljós sannindi að þegar viðskipta- og atvinnulífi í landinu vegnar vel reynist það samfélagi okkar til heilla.Stöðugleiki í stað kollsteypu Vissulega komu fram skiptar skoðanir á því hvaða stefnu skuli taka í nokkrum veigamiklum málum sem gætu haft áhrif á efnahagsþróun næstu ára og áratuga. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um bestu leiðir til að auka hagsæld á Íslandi, enda stöndum við á nokkrum tímamótum hvað varðar framtíð efnahagslífs í landinu. Við erum hægt og bítandi að verða búin að vinna okkur út úr óvenju þungu áfalli og landsframleiðsla er að nálgast það stig er hún reis sem hæst. Við höfum krufið til mergjar mistök sem gerð voru meðan geyst var farið, ekki síst í erlendri skuldsetningu. Nú horfum við fram á veginn. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Í raun óskum við þess aðeins að stjórnendur í íslensku atvinnulífi geti búið við þannig rekstrarumhverfi að hægt sé að gera áætlanir fram í tímann sem ekki er kollvarpað í óvæntum dýfum og kollsteypum. Ég er sannfærð um að markmið okkar í þessu efni eru í engu frábrugðin markmiðum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans.Kanna kostina til hlítar Ekki þarf að fjölyrða um þann ágreining sem ríkt hefur um framtíðarskipan peningamála hér á landi. Stór hluti þjóðarinnar er, eins og viðskiptalífið, áfram um að fá sem gleggsta sýn á þá kosti sem bjóðast í framtíðinni. Ekki verður leyst úr þessum ágreiningi í einni svipan. Samtök iðnaðarins hafa, í samráði við félagsmenn sína, markað þá stefnu að kanna til hlítar hvaða kostir bjóðast í raun. Um þetta takast menn á og fylgir þar hver sinni sannfæringu. Á meðan megum við ekki missa sjónar á því verkefni sem við blasir. Það er að auka arðbæra fjárfestingu á Íslandi, jafnt innlenda sem erlenda. Greina þarf tækifærin og nýta þau sem best. Þannig stuðlum við að hagvexti og aukinni velsæld. Markmið okkar er í raun það sama og nú þurfum við öll að róa í sömu átt. Fram hefur komið að stjórnvöld ríkisfjármála og peningamálastefnu greinir á um verðbólguhorfur næstu ára, en þar skakkar í raun ekki neinum ósköpum. Fremur mætti fagna því að spáð er ágætum hagvexti á næstu misserum og að doði og slaki hverfi úr hagkerfinu. Samtök iðnaðarins héldu nýlega árlegt útboðsþing þar sem kynntar voru framkvæmdaáætlanir stærstu opinberra aðila á árinu. Ljóst er af þeim áformum að fyrirtæki innan SI munu taka þátt í miklum og mikilvægum verkefnum í ár sem eru til þess fallin að stuðla að hagvexti án þess að skuldsetja þurfi ríkissjóð frekar. Takist að glæða fjárfestingu innlendra og erlendra aðila í samræmi við þau framkvæmdaáform sem kynnt voru á vettvangi SI, er ástæða til bjartsýni nú við upphaf helsta framkvæmdatíma ársins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun