Dauðinn dónalegi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 17. febrúar 2014 11:01 Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknisins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í gluggakistunni hinum megin við glerið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það.Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraffinn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þannig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjónvarpsmanni sem spurði höstuglega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarnir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitthvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klínískan og snyrtilegan hátæknihátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlandssvik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjölmiðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt.Sú var tíð… Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkomandi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þessara einstaklinga lengi eftir dauðann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafsreitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitundarinnar hjá fólkinu – væri ódauðleg og færi með einhverjum óskilgreindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að neinum að hvíldi á vísindaleg sönnunarskylda. Sjálfur hef ég horft á einkennilega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægilegur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar.
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar