Þjóðarsátt um þöggun? Hilmar Hansson skrifar 13. febrúar 2014 00:00 Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lekamálið Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjölluðu fjölmiðlar um flugslysið sem varð á Akureyri, þann 5. ágúst í fyrra. Samkvæmt gögnum málsins virðast reglur hafa verið brotnar í aðdraganda slyssins. Í desember segir framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs á sjúkrahúsinu á Akureyri að samstarfið við Mýflug hafi verið farsælt. Á sama tíma segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands að núgildandi samningur við Mýflug sé ríkissjóði hagstæður. Mér finnst það umhugsunarefni að menn skuli nota þessi orð, farsælt og hagstætt, í kjölfar dauðaslyss. En auðvitað er það órjúfanlegur hluti af því að vera manneskja, að gera mistök. Við gerum öll mistök öðru hverju. Það er sárt að horfast í augu við staðreyndirnar þegar við gerum mistök. Þá er mannlegt að verja sig fyrir sársaukanum með því að fara í afneitun. Síðan er hætta á því að maður haldi áfram að vera í afneitun og lifi bara í blekkingu og lygi.„Meint“ mistök Þegar maður lítur um öxl blasa við ýmis „meint“ mistök. Mig langar að nefna tvö dæmi. Fagmenn hafa reiknað út að Kárahnjúkavirkjun muni aldrei skila arði. Það má því segja að skattgreiðendur verði í farsælu samstarfi við þá virkjun allan hennar líftíma. Í kaupbæti fáum við farsælt samstarf við erlenda álbræðslueigendur. Annað dæmi er Harpan. Það er tónlistarhús sem vissulega vekur athygli. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eiga líka tónlistarhús sem hafa svipað notagildi og taka svipaðan fjölda gesta í sæti. En þeirra hús kostuðu töluvert minna en okkar. Í einhverju tilfelli u.þ.b. þrisvar sinnum minna, ef ég man rétt. Örþjóðin sem býr á kríuskeri í miðju Atlantshafinu byggði sér þrisvar sinnum dýrara tónlistarhús en milljónaþjóð í Skandinavíu. Hversu skynsamlegt er það? Það er næsta víst að íslenskir skattgreiðendur verða í farsælu samstarfi við Hörpuna, lengi lengi lengi. Mann svimar við að hugsa um alla þessa milljarða sem skattgreiðendur virðast borga í einhvers konar hít. Samt nefndi ég bara þessi tvö dæmi. Við þetta mætti t.d. bæta hinu farsæla samstarfi lántakenda við verðtryggða íslenska krónu, svo ekki sé minnst á hið farsæla samstarf landans við nokkra útrásarvíkinga hér um árið. Undanfarið hefur verið töluverð umræða í þjóðfélaginu um nokkur umdeild mál, t.d. lekamálið úr innanríkisráðuneytinu og MP-banka málið og Al-Thani-málið. Orð eins og óheiðarleiki, yfirhylming, lygi, fúsk og þöggun heyrast oft nefnd. Sýnist sitt hverjum. Er einhver að reyna að þagga niður eitthvað? Ég ætla ekki nánar út í það að sinni. Ég byrjaði þennan pistil á því að nefna Mýflugsmálið og ég ætla að enda á því að nefna eitt SÁÁ-mál. Veit almenningur sannleikann um SÁÁ? Getur verið að þau samtök sólundi almannafé í skjóli þöggunar? Þeim sem vilja kynna sér það nánar vil ég benda á litla bók sem ég gaf út núna fyrir jólin og heitir: „Lítið spjallkver um brennivín og fleira“.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun