Eiga að leggja siðferðismat á grunnskólanemendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:30 Kennarar eiga að meta ýmsa þætti í fari tíundu bekkinga áður en þeir útskrifa nemendurna. Fréttablaðið/Daníel Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira