Ekkert verði úr siðferðismati í framhaldsskólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 08:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir hugmyndir um að skólastjórnendum verði falið að leggja siðferðilegt mat á þá sem ljúka framhaldsskólaprófi ónothæfar. „Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Þessar hugmyndir verða ekki teknar upp á minni vakt. Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Þar vísar ráðherra til hugmynda sem mennta- og menningarráðuneytið sendi frá sér í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og lúta að því að stjórnendur framhaldsskóla eigi að fara að rita sérstakt umsagnarbréf með nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi. Hugmyndirnar eiga rætur að rekja til námsskrár framhaldsskólanna frá 2011. Fréttablaðið greindi frá málinu í gær. Atli Harðarson skólameistari hefur gagnrýnt tillögurnar harðlega og telur það siðferðilega hæpið að stofnanir ríkisins felli dóma um þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfsmynd og siðferði fólks. Illugi kveðst taka undir gagnrýni Atla og vera sammála honum. Hann segir að ekki standi til að fara að meta nemendur með þessum hætti. „Það verður aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur á meðan ég er menntamálaráðherra,“ segir Illugi. Hann segir þó að það geti verið af hinu góða að kennarar gefi skriflegar umsagnir um nemendur. „Það er ekkert að því að gefa skriflegt mat og getur í raun verið æskilegt. Það skiptir hins vegar miklu máli að vandað sé til verka, það sé skýrt á hverju slíkt mat er byggt og hvernig eigi að framkvæma það.“ Illugi segir að þetta sé hluti af stærra máli sem er hvernig einkunnir séu gefnar. „Það er búið að gera töluverðar breytingar á námsskránni sem kalla á endurmat á því hvernig við mælum árangur skólastarfsins,“ segir ráðherra. Það sé verið að horfa á framhaldsskólaprófið og hvernig það geti gefið mynd af stöðu nemandans á þeim tímapunkti. „Þær breytingar sem við gerum á námsmati þurfa að vera skynsamlegar og vel hugsaðar,“ segir Illugi og ítrekar að þær hugmyndir sem búið er að senda út séu algerlega ónothæfar.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira