Stóra verkefnið Hjálmar Sveinsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Halldór 9.11.2024 Halldór Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar