Stóra verkefnið Hjálmar Sveinsson skrifar 16. janúar 2014 06:00 Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina. Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu. Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík. Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum. Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar