Höft og hlutabréfamarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2014 06:00 Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar