Höft og hlutabréfamarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2014 06:00 Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun