Höft og hlutabréfamarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. janúar 2014 06:00 Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Eitt af því sem helzt gæti stuðlað að slíkri bólumyndun eru gjaldeyrishöftin, sem fátt bendir til að verði afnumin á næstunni. „Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa á Íslandi,“ sagði Stefán Broddi í blaðinu í gær. Verð hlutabréfa hefur að undanförnu hækkað mikið og veltan vaxið verulega. Enn sem komið er hefur íslenzki markaðurinn þróazt með svipuðum hætti og erlendir markaðir, að sögn Stefáns Brodda. Jóhann Viðar segir fjárfesta þó þurfa að fara varlega. Verðið sé hátt, án þess þó að vera komið „út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand“. Hann segir að væru gjaldeyrishöftin ekki fyrir hendi mætti færa góð rök fyrir því að verðið ætti að vera lægra. Endurreisn hlutabréfamarkaðarins hefur að mörgu leyti gengið vel eftir hrun, þótt hún hafi verið hæg. Höftin hafa hins vegar spillt fyrir þróuninni. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur bent á að þau hafi dregið úr hvata fyrirtækja til að skrá sig á markað, sækja sér þannig framkvæmdafé og efla hagvöxt. Fyrirtæki sem eru með áform um að fjárfesta á erlendum mörkuðum græða til dæmis lítið á því að sækja sér íslenzkar krónur í hlutafé. Merki um eignabólu ber að taka alvarlega. Fjárfestar þurfa auðvitað að sýna sérstaka aðgæzlu, en stjórnvöld þurfa líka að huga að því hvernig umgjörð hlutabréfamarkaðnum er búin. Því miður hefur ríkisstjórnin útilokað nærtækasta kostinn í afnámi gjaldeyrishaftanna með því að hætta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en samstarf um afléttingu haftanna var hluti af þeim. Eðli bólu er auðvitað að hún springur á endanum. Það upplifðum við fyrir hrunið; fyrst hríðféllu hlutabréf í verði og svo þurrkaðist sparifjáreign margra í hlutabréfum einfaldlega út. Eftir þá kollsteypu hefur tekizt hægt og bítandi að byggja upp traust fjárfesta og almennings á hlutabréfamarkaðnum á nýjan leik. Það þarf ekki að spyrja að því hvaða áhrif það myndi hafa ef ný bóla yrði til og spryngi. Vafasamt er að hlutabréfamarkaðurinn bæri sitt barr eftir það. Það myndi skaða íslenzkt efnahagslíf til frambúðar. Það skiptir þess vegna gífurlega miklu máli að búa verðbréfamarkaðnum hér á landi eðlilegar aðstæður á nýjan leik og koma Íslandi aftur í samband við alþjóðlegan fjármagnsmarkað. Íslenzkt atvinnulíf bíður í ofvæni eftir raunhæfri áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna – en það virðist býsna djúpt á henni.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun