Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 8. janúar 2014 06:00 Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undanfarna mánuði var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndunar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suðurs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýsingarmörkunum útilokar klárlega Norðlingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætlunar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðarmikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Ramsar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingarfjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verkefnastjórn rammaáætlunar skipar og víðtæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar