Handbolti

Fram vann toppliðið í Mosfellsbæ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Fram virðist komið á gott skrið í Olísdeild karla en liðið hafði í kvöld betur gegn Aftureldingu, 27-25, í Mosfellsbæ.

Fram var í botnsæti deildarinnar fyrir síðustu umferð en fór þá til Vestmannaeyja og vann Íslandsmeistara ÍBV, 26-25. Í kvöld varð Afturelding fyrir barðinu á Safamýrarpiltum.

Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, og jafnræði með liðunum þar til að Fram náði að snúa leiknum sér í vil með þremur mörkum í röð þegar lítið var til leiksloka. Mosfellingar náðu að minnka muninn í eitt mark en nær komust þeir ekki.

Afturelding er með átján stig en Fram átta. Valur er einnig með átján stig en á leik til góða. Þá komst ÍR upp að hlið liðanna með sigri á FH í kvöld, 29-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×