Umfjöllun og viðtöl: ÍR - FH 29-27 | Sterkur sigur hjá ÍR Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 27. nóvember 2014 15:22 Ásbjörn Stefánsson, leikstjórnandi FH. vísir/vilhelm ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak. Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
ÍR lagði FH 29-27 á heimvelli sínum í Austurbergi í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Sanngjarn sigur hjá ÍR sem var mun sterkari aðilinn í leiknum. FH byrjaði leikinn betur og var með frumkvæðið fyrstu 20 mínútur leiksins. ÍR-ingar komu sér inn í leikinn þegar FH-ingar fengu tvær brottvísanir á þremum mínútum.Arnór Freyr Stefánsson kom einnig sterkur inn á fyrir ÍR þegar langt var liðið af fyrri hálfleik og góð markvarsla hans hjálpaði liðinu að fá mörk úr hraðaupphlaupum. Í kjölfarið komst sóknarleikur liðsins sem var stirður í upphafi leiks á flug og ÍR var tveimur mörkum yfir í hálfleik 18-16 og voru í raun klaufar að fara ekki til hálfleiks með enn betri stöðu. ÍR var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. FH þurfti að hafa mun meira fyrir sínum mörkum og var það í raun aðeins frábær markvarsla Brynjars Darra Baldurssonar sem hélt FH inni í leiknum, þó hann hafi lítið sem ekkert ráðið við Björgvin Hólmgeirsson. Varnarleikur FH var afleitur. Liðið rétt klappaði sóknarmönnum ÍR og einbeitti sér meira að því að tuða í dómurunum en að bæta það sem miður fór í leik liðsins. Undir lok leiksins reyndu FH-ingar að brjóta leikinn upp með að leika með sjö sóknarmenn. Það gekk illa upp því liðið var með tvo leikmenn inni á línu sem gerðu lítið annað en að taka pláss og þvælast fyrir. Þetta virkaði ekki vel æft hjá FH. Vörn ÍR var slök fyrstu 20 mínútur leiksins en batnaði svo til muna. Sóknarlega gat ÍR skapað sér færi að vild og hefði hæglega getað unnið enn þægilegri sigur hefði liðið farið betur með færin. ÍR er í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum, með jafn mörg stig og Valur og Afturelding í sætunum fyrir ofan. FH er tveimur stigum á eftir í fjórða sæti. Arnór Freyr: Geggjað þegar við fáum fólkið með okkur„Það er oft þannig að þegar það koma tveir, þrír boltar að það fylgja margir á eftir. Þetta var gott,“ sagði Arnór Freyr Stefánsson sem fór mikinn í marki ÍR í kvöld. Arnór Freyr lék stórt hlutverki í marki HK sem varð Íslandsmeistari 2012 og fór þá oft illa með FH í úrslitarimmunni. Hann segir það þó sig litlu skipta þó FH sé andstæðingurinn. „Ég kvarta ekki yfir þessu. Mér finnst mjög gaman að spila á móti öllum. FH er bara annað lið í deildinni eins og hvert annað. Ég undirbý mig eins gegn öllum liðum. „Við vorum agaðir sóknarlega og náðum að skora einum fleiri. Varnarlega fengum við þá í erfið skot sem ég á að taka. Vörnin var frábær eftir að ég kom inn á. Hún var götótt í byrjun en svo small hún bara. „Það er sigurvilji hérna og fólkið í húsinu er frábært. Þetta er geggjað þegar við fáum fólkið með okkur. „Mér fannst við spila vel þó þeir hafi nálgast okkur í lokin. Við kláruðum þetta,“ sagði Arnór Freyr. Ísak: Eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum.„Slæmi kaflinn okkar í fyrri hálfeik fór með þetta. Þá missum við þá framúr okkur og náum aldrei að vinna það upp aftur,“ sagði Ísak Rafnsson sem var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég held að við höfum verið átta mínútur einum færri síðasta korterið í fyrri hálfleik. Sem er rosalega erfitt gegn liðið eins og ÍR. Þetta var örugglega allt réttar tvær mínútur eins og allar tvær mínútur sem voru dæmdar á ÍR Þetta var örugglega allt eftir bókinni og ekkert hægt að gera í því nema æfa að spila vörn,“ sagði Ísak kaldhæðinn en FH var tíu mínútur útaf í leiknum en ÍR fékk aðeins eina brottvísun. „Við pirruðum okkur allt of mikið á slakri dómgæslu og ósamræmi. Það er ekki það sem tapaði leiknum. Við töpuðum honum sjálfir með slökum varnarleik. „Þetta helst alltaf í hendur hjá okkur, þegar vörnin er góð er sóknin góð og þegar vörnin er slök er sóknin slök. „Við erum klaufar að nýta ekki færin okkar. Við skjótum Arnór í stuð. Okkur langaði að vinna þennan leik og ætluðum að vinna þennan leik. Mér finnst við betri en ÍR og eigum að vinna þá en ekki með svona spilamennsku,“ sagði Ísak en ÍR hefur unnið báða leiki liðanna í vetur og verður því alltaf yfir ofan endi liðin jöfn að stigum í deildinni. „Það getur talið en við skulum vona að það komi ekki til þess. Öll stig telja og nú förum við að einbeita okkur að næsta leik og rífum okkur upp af rassgatinu. „Við eigum Aftureldingu næst. Við töpuðum líka fyrir þeim síðast. Við ætlum ekki að láta það gerast aftur að tapa tveimur í röð. Við erum í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Stærsta félagi á landinu og við eigum að stefna að því að sigra í öllum keppnum,“ sagði Ísak.
Olís-deild karla Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira