Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2014 18:22 Eimskip furða sig á fréttaflutningi RÚV þar sem miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum. Vísir/GVA Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira