„Finnst að ég geti skorað í hverjum leik“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2014 07:00 Kolbeinn með Sigurði Sveini Þórðarsyni, Sigga Dúllu, á æfingu landsliðsins í Riga. Vísir/Valli Þó svo að Kolbeinn Sigþórsson hafi aðeins spilað með íslenska landsliðinu í fjögur ár er hann þegar orðinn þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu þess. Honum vantar eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem skoraði sautján mörk á sínum tíma. Ríkharður átti markametið í 45 ár en Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur skorað 24 mörk, bætti það árið 2007. „Hvað mig persónulega varðar líður mér alltaf vel þegar ég spila með landsliðinu,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í vikunni en Ísland mætir Lettlandi hér í Riga í kvöld. „Ég hef sýnt með þeim mörkum sem ég hef skorað hversu gott mér finnst að spila með landsliðinu. Mér finnst í raun að ég geti skorað í hverjum leik.“ Kolbeinn var á skotskónum þegar Ísland vann 3-0 sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði en frammistaða strákanna í leiknum fer í sögubækurnar að mati framherjans. „Frammstaðan var frábær og ég held að þetta hafi verið einn besti leikur Íslands frá upphafi. Ég vona bara að þetta sé merki um það sem koma skal og óskandi að við náum að byggja ofan á þetta.“ „Ég vil auðvitað sjálfur halda uppteknum hætti og vonandi tekst okkur að fara alla leið í þetta skiptið. Við búumst sjálfir við miklu af okkur en vitum að það verður mjög erfitt. Til þess þurfum við að fara inn í hvern leik með hundrað prósent einbeitingu. Þá kemur árangurinn.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Víti til varnaðar í Riga Leikur Íslands gegn Lettlandi í Riga á föstudaginn er mikilvægur. Eins og allir landsleikir. En eftir góðan sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði er nauðsynlegt að fylgja honum eftir með sigri á lettnesku landsliði sem á að teljast lakari aðilinn. 9. október 2014 10:30 Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag Framherjinn smávægilega meiddur en getur verið með á föstudaginn. 8. október 2014 15:26 Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig "Finn að ég er að komast í mitt besta form,“ segir framherjinn skæði. 9. október 2014 14:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Þó svo að Kolbeinn Sigþórsson hafi aðeins spilað með íslenska landsliðinu í fjögur ár er hann þegar orðinn þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu þess. Honum vantar eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem skoraði sautján mörk á sínum tíma. Ríkharður átti markametið í 45 ár en Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur skorað 24 mörk, bætti það árið 2007. „Hvað mig persónulega varðar líður mér alltaf vel þegar ég spila með landsliðinu,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í vikunni en Ísland mætir Lettlandi hér í Riga í kvöld. „Ég hef sýnt með þeim mörkum sem ég hef skorað hversu gott mér finnst að spila með landsliðinu. Mér finnst í raun að ég geti skorað í hverjum leik.“ Kolbeinn var á skotskónum þegar Ísland vann 3-0 sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði en frammistaða strákanna í leiknum fer í sögubækurnar að mati framherjans. „Frammstaðan var frábær og ég held að þetta hafi verið einn besti leikur Íslands frá upphafi. Ég vona bara að þetta sé merki um það sem koma skal og óskandi að við náum að byggja ofan á þetta.“ „Ég vil auðvitað sjálfur halda uppteknum hætti og vonandi tekst okkur að fara alla leið í þetta skiptið. Við búumst sjálfir við miklu af okkur en vitum að það verður mjög erfitt. Til þess þurfum við að fara inn í hvern leik með hundrað prósent einbeitingu. Þá kemur árangurinn.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Víti til varnaðar í Riga Leikur Íslands gegn Lettlandi í Riga á föstudaginn er mikilvægur. Eins og allir landsleikir. En eftir góðan sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði er nauðsynlegt að fylgja honum eftir með sigri á lettnesku landsliði sem á að teljast lakari aðilinn. 9. október 2014 10:30 Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag Framherjinn smávægilega meiddur en getur verið með á föstudaginn. 8. október 2014 15:26 Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig "Finn að ég er að komast í mitt besta form,“ segir framherjinn skæði. 9. október 2014 14:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Utan vallar: Víti til varnaðar í Riga Leikur Íslands gegn Lettlandi í Riga á föstudaginn er mikilvægur. Eins og allir landsleikir. En eftir góðan sigur á Tyrklandi í síðasta mánuði er nauðsynlegt að fylgja honum eftir með sigri á lettnesku landsliði sem á að teljast lakari aðilinn. 9. október 2014 10:30
Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag Framherjinn smávægilega meiddur en getur verið með á föstudaginn. 8. október 2014 15:26
Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig "Finn að ég er að komast í mitt besta form,“ segir framherjinn skæði. 9. október 2014 14:00