Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 18:55 Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum. Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Gosmistur lá yfir höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram eftir degi. Þetta er í fyrsta sinn frá því að eldumbrotin hófust í Holuhrauni sem mengun berst í verulegu mæli inn á höfuðborgarsvæðið. Eins og sjá má á þessu grafi þá jókst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu verulega í morgun en var í rénum nú seinni hluta dags. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að dreifing mengunarinnar hafi komið sérfræðingum á óvart því vestlæg vindátt hafi ríkt á landinu í dag. „Þetta er veruleg mengun að því leyti að hún getur verið óþægileg fyrir fólk. Við höfum fengið símhringinar alls staðar af á landinu þar sem fólk er að kvarta yfir þessu lofti sem það andar að sér,“ segir Árni. Gosmistur lagði einnig yfir Akureyri í dag sem getur verið hættuleg þeim sem glíma við sjúkdóma í öndunarfærum. Mengunin var mest upp á hálendi. Á Sprengisandi þurfti vinnuflokkur að leita sér skjóls vegna mengunar. Árni segir ljóst að fylgjast þurfi sérstaklega með aðstæðum þegar hægur vindur er á landinu líkt og í dag. „Þetta eru aðstæður sem við þurfum að hafa auga með - ekki bara að horfa á vindinn í spálíkönunum ef þessar sambærulegu aðstæður skapast,“ segir Árni.Rok og rigning á morgun Árni á ekki von á því að mengunin dreifi sér eins vel um landið á morgun þar sem von sé á vaxandi suðvestanátt á morgun með roki og rigningu. Vöktun á styrk brennisteinsdíoxíðs frá gosinu mun stóraukast á næstu dögum því keyptir hafa verið 40 mælar til að fylgjast með stöðu mála. Búist er við að jarðeldarnir í Holuhrauni verði áfram með svipuðum hætti og síðustu daga. Í nótt varð skjálfti af stærðinni 5,1 auk minni skjálfta. Jarðskorpuhreyfingar benda til þess að enn aukist magn kviku lítillega í kvikuganginum við norðanverðan Vatnajökul og áframhaldandi sig er í Bárðarbungu samkvæmt GPS-mælingum.
Veður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira