Íslenski boltinn

Tommy Nielsen nýr þjálfari Grindavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Við undirritun samningsins í dag.
Við undirritun samningsins í dag. Mynd/Grindavík
Tommy Nielsen verður næsti þjálfari Grindavíkur í 1. deild karla í fótbolta. Tommy skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur í dag.

Hann tekur við starfinu af Milan Stefáni Jankovic, en hann og knattspyrnudeild Grindavíkur komust að samkomulagi um að hann hætti þjálfun meistaraflokks félagsins. Grindavík endaði í 5. sæti 1. deildar í sumar.

Tommy lék með FH á árunum 2003-2011. Danski varnarmaðurinn varð fimm sinnum Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari með Fimleikafélaginu. Síðustu tvö ár hefur hann leikið með liði Fjarðarbyggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×