Byggjum á tölfræði í stað tilfinninga Helga Árnadóttir skrifar 10. september 2014 10:03 Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn!
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun