Byggjum á tölfræði í stað tilfinninga Helga Árnadóttir skrifar 10. september 2014 10:03 Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Árnadóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hefur verið mikið til umfjöllunar síðustu misseri, ekki síst vegna þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem hefur orðið á stuttum tíma. Fjölgunin er næstum því áþreifanleg, en í henni felast þó óteljandi tækifæri. Fyrir okkur öll sem í landinu búum er ómetanlegt að eiga atvinnugrein sem skapar jafn mikil verðmæti. Það er staðreynd að ferðaþjónustan dregur vagninn hvað varðar gjaldeyrissköpun þjóðarinnar, en tæplega 27% teknanna komu frá ferðaþjónustunni einni saman á síðasta ári og hefur greinin eflst frekar en hitt á þessu ári. Án hennar væri væntanlega neikvæður vöru- og þjónustujöfnuður og verulegar blikur á lofti ef greinarinnar nyti ekki við. Þá skipta beinar skatttekjur af ferðaþjónustunni tugum milljarða. Atvinnusköpun greinarinnar er með mesta móti auk þess sem hún eflir og styður við aðrar atvinnugreinar s.s. landbúnað og sjávarútveg. Ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar sem hefur eflt og blómgað byggðarlög um allt land.Hvert skal stefna og hvernig? Þá er það spurningin, hvert stefnir þessi atvinnugrein og hvernig ætlum við að ná settum markmiðum þannig að tryggja megi verðmætasköpun greinarinnar til framtíðar? Til að geta svarað þessum lykilspurningum á annan hátt en á tilfinningalegum nótum verður að tryggja almennilegar rannsóknir til að styðjast við sem og reglubundna framleiðslu tölfræðiupplýsinga. Staðreyndirnar verða að fá að tala sínu máli. Tryggja verður rannsóknir í ferðaþjónustunni til jafns við rannsóknir í öðrum undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Staðreynd málsins er sú að aðeins um 1% af því fé sem rennur til rannsókna á atvinnuvegum þjóðarinnar fer í rannsóknir á ferðaþjónstunni. Síðustu tölur yfir þessa skiptingu sýna að rannsóknir í iðnaði nam um 55% af heildarframlögum til rannsókna, um 35% fóru til fiskiðnaðar og landbúnaðar og um 10% til orkuframleiðslu og dreifingar. Eftir stóð innan við 1% – eiginlega afgangsstærð eða afrúnun sem ferðaþjónustunni hefur verið skammtað í gegnum tíðina.… og hvers vegna? Fyrir atvinnugrein í svona örum vexti, þar sem tækifærin eru til staðar sem og áskoranir, er algjört lykilatriði að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á tölfræði í stað tilfinninga. Nú þegar liggur fyrir greining á þörf fyrir rannsóknir og tölfræði í íslenskri ferðaþjónustu sem unnin var af KPMG fyrir Ferðamálastofu. Sú greining var gerð fyrir um það bil einu ári síðan og voru 11 forgangsrannsóknarefni tilgreind ásamt áætluðum kostnaði. Sá kostnaður nam um 350 milljónum sem verður að teljast hóflegur í öllum samanburði. Fyrr á árinu lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra um 10 milljónir til gerðar svokallaðra ferðaþjónustureikninga til næstu þriggja ára. Vissulega erum við sem störfum í ferðaþjónustu ánægð með þessa viðleitni stjórnvalda til að ná utan um algera grunnþætti greinarinnar. Hins vegar þarf að tryggja allar þessar forgangsrannsóknir strax. Í skýrslu OECD frá því í byrjun mánaðarins um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi kemur einnig fram mikilvægi þess að finna jafnvægi milli vaxtar orkugeirans og ferðaþjónstunnar annars vegar og umhverfisverndar hins vegar. Sér í lagi þar sem hagkerfi landsins hefur breyst mikið og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aukist jafnt og þétt. Þessir þættir útheimta ekki síst stefnumörkun frá hendi stjórnvalda sem þá aftur verða að byggja á öruggum tölulegum gögnum. Slíkir hagkvæmnisútreikningar verða að byggja á fjárhagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum sem því miður liggja ekki allir fyrir hendi í dag. Verðmat á auðlindum landsins í dag verður að byggja á langtímahagsmunum, enda eru auðlindir okkar líka eign komandi kynslóða.Tækifærið er núna! Stjórnvöld verða að leggjast á eitt og bregðast hratt við þannig að þau miklu tækifæri sem í greininni liggja séu tryggð til langs tíma litið. Nú er lykilatriði að ganga í takt, í takt við réttar og fullnægjandi upplýsingar hverju sinni. Stjórnvöld, það er ykkar að slá taktinn!
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun