Íslenski boltinn

BÍ/Bolungarvík með ótrúlegan sigur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Víkings Ólafsvíkur.
Úr leik Víkings Ólafsvíkur. Vísir/Daníel
BÍ/Bolungarvík vann ótrúlegan sigur á Haukum á heimavelli í kvöld þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korter leiksins.

Haukar komust í 2-1 í byrjun seinni hálfleiks og versnaði útlitið fyrir BÍ/Bolungarvík þegar Agnar Darri Sverrisson fékk beint rautt spjald á 75. mínútu.

Heimamenn virtust hinsvegar ekki ætla að láta það á sig fá því Orlando Esteban Bayona jafnaði metin tveimur mínútum síðar áður en Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma. Með sigrinum skýst BÍ/Bolungarvík upp úr fallsæti.

Þróttur R. varð af mikilvægum stigum í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni í 1-3 tapi gegn Víking Ólafsvík á heimavelli í kvöld. Þrátt fyrir að Víkingar væru án Eyþórs Helga Birgissonar var sigur gestanna öruggur.

Þá vann HK mikilvægan 2-1 sigur á ÍA í Kórnum sem kemur HK aftur í baráttuna um sæti í Pepsi-deildinni. ÍA situr í 2. sæti aðeins tveimur stigum á undan HK eftir leiki kvöldsins.

Úrslit kvöldsins:

BÍ/Bolungarvík 3-2 Haukar

Tindastóll 0-2 Selfoss

Þróttur R. 1-3 Víkingur Ó.

HK 2-1 ÍA

Grindavík 2-0 KV




Fleiri fréttir

Sjá meira


×