Íslenski boltinn

Ruddist yfir boltastrákinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stuðningsmennirnir í stúkunni voru til sóma.
Stuðningsmennirnir í stúkunni voru til sóma. vísir/arnþór
„Við höfum í rauninni ekki hugmynd um hvað verður gert,“ segir Viktor Ingi Olsen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um stuðningsmann Lech Poznan sem hljóp inn á völlinn í Evrópuleiknum í gærkvöldi.

„Þetta er íslenskur ríkisborgari þó hann sé Pólverji og styðji Poznan. Hann fékk samt ekki miða í gegnum þá - reyndar bara engan miða. Þetta er því líklega á okkar ábyrgð. Við berum ábyrgð á öryggisgæslunni og það klikkaði að loka á þetta,“ segir Viktor Ingi.

Pólverjinn var ekki með miða á völlinn og sat því ekki í stúkunni heldur horfði hann á leikinn í gegnum grindverkið fyrir aftan markið við suðurenda vallarins.

Manninum var fljótt hent út af vellinum.mynd/skjáskot af vef RÚV
Þegar annar boltastrákurinn opnaði hlið þar til að sækja knött sem sparkað var hátt yfir markið nýtti hann sér tækifærið og hljóp inn á.

„Hann ryðst bara á móti krakkanum sem áttaði sig auðvitað ekkert á þessu,“ segir Viktor Ingi, en hann býst ekki við hárri sekt eða alvarlegri refsingu.

„Eftirlitsmaðurinn leit á þetta sem minniháttar brot. Leikurinn stoppaði aðeins í smá tíma. Ég býst fastlega við að fá viðvörun frekar en sekt. Við verðum vonandi bara minntir á að gæta betur að þessu. Þetta er svona það sem ég held og vona að gerist,“ segir Viktor Ingi Olsen.

Stjarnan vann leikinn, 1-0, og liðin mætast aftur ytra á fimmtudagskvöldið kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×