Jón Arnór: Ég á bara tvö til þrjú ár eftir og þurfti að taka þessa ákvörðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2014 18:21 Jón Arnór Stefánsson horfði á æfingu liðsins í dag. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. „Þetta er ekki skemmtilegt og ég var þungur yfir þessu eftir að ég tók ákvörðunina en þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert annað í stöðunni," sagði Jón Arnór á æfingu landsliðsins í dag en hann mætti þangað til að horfa á liðið æfa sem og að segja fjölmiðlum frá sinni stöðu. Jón Arnór verður 32 ára á þessu ári og vill ekki missa af möguleikanum á því að ná í einn góðan samning til viðbótar. Slæm meiðsli í landsleik gætu skemmt mikið fyrir honum. „Það er hægt að tryggja mig eins lengi og þú vilt en ef að þetta eru eins til tveggja mánaða meiðsli þá væri mín staða svo slæm ef að ég ætlaði að fara reyna að fá samning þá. Þá vill enginn snerta mig og ég yngist ekkert. Þarna væri komið inn í nóvember og ég nýstigin upp úr meiðslum með markaðinn eins og hann er. Það væri bara erfitt að fá starf. Ég á bara tvö til þrjú ár eftir í þessu og þurfti bara að taka þessa ákvörðun," sagði Jón Arnór. Íslenska landsliðið er að missa sinn besta leikmann en Jón Arnór hefur ekki áhyggjur af liðinu. „Þetta er hörkutækifæri fyrir hina strákana því það eru fullt af mínútum í boði. Ég er búinn að vera hanga á alltof mörgum mínútum í leik en núna er tækifæri fyrir þá að sanna sig. Ég hef fulla trú á þeim eins og alltaf og það kemur bara maður í manns stað," sagði Jón Arnór en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM þar sem liðið mætir Bosníu og Bretlandi í baráttunni um sæti á EM. Jón Arnór er samningslaus og tekur ekki áhættuna að að meiðast í þessum landsleikjum og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. „Þetta er ekki skemmtilegt og ég var þungur yfir þessu eftir að ég tók ákvörðunina en þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera. Það er ekkert annað í stöðunni," sagði Jón Arnór á æfingu landsliðsins í dag en hann mætti þangað til að horfa á liðið æfa sem og að segja fjölmiðlum frá sinni stöðu. Jón Arnór verður 32 ára á þessu ári og vill ekki missa af möguleikanum á því að ná í einn góðan samning til viðbótar. Slæm meiðsli í landsleik gætu skemmt mikið fyrir honum. „Það er hægt að tryggja mig eins lengi og þú vilt en ef að þetta eru eins til tveggja mánaða meiðsli þá væri mín staða svo slæm ef að ég ætlaði að fara reyna að fá samning þá. Þá vill enginn snerta mig og ég yngist ekkert. Þarna væri komið inn í nóvember og ég nýstigin upp úr meiðslum með markaðinn eins og hann er. Það væri bara erfitt að fá starf. Ég á bara tvö til þrjú ár eftir í þessu og þurfti bara að taka þessa ákvörðun," sagði Jón Arnór. Íslenska landsliðið er að missa sinn besta leikmann en Jón Arnór hefur ekki áhyggjur af liðinu. „Þetta er hörkutækifæri fyrir hina strákana því það eru fullt af mínútum í boði. Ég er búinn að vera hanga á alltof mörgum mínútum í leik en núna er tækifæri fyrir þá að sanna sig. Ég hef fulla trú á þeim eins og alltaf og það kemur bara maður í manns stað," sagði Jón Arnór en nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15 Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Jón Arnór verður ekki með Íslandi í undankeppninni Mikið áfall fyrir landsliðið sem gerði sér vonir um sæti á EM 2015. 7. ágúst 2014 16:15
Haukur Helgi: Ég er að fara til hans Peters í LF Basket Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson er búinn að ganga frá sínum málum en hann mun spila með sænska úrvalsdeildarliðinu LF Basket í vetur. Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tók við liði LF Basket í sumar og hóaði í einn öflugasta leikmann íslenska landsliðsins. 7. ágúst 2014 17:43
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn