Aron: Starfið passar vel með landsliðinu 19. júní 2014 13:30 Aron Kristjánsson verður áfram landsliðsþjálfari. Vísir/getty „Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
„Ákvörðunin var endanlega tekin í síðustu viku en svo var þetta formlega klárað í dag,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í viðtali við Vísi en hann gekk frá þriggja ára samningi við danska liðið KIF Kolding í dag sem hann gerði að meisturum í vor. Aron var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í dag ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Henrik Kronborg og BilalSunam, sem stýra liðinu á sitthvorum staðnum. KIF æfir í Kaupmannahöfn annars vegar og Kolding hinsvegar.Jens Boesen, framkvæmdastjóri KIF Kolding, fór mikinn á blaðamannafundinum og hélt hálftíma einræðu áður en nokkur maður komst að. Hann kynnti nýja styrktaraðila, nýja þjálfara, nýja leikmenn og kvaddi þá sem hverfa nú á braut frá liðinu. „Þetta var hans dagur. Það er hefð hjá honum að vera með svona blaðamannafund einu sinni á ári. Hann tilkynnir ekki neitt fyrr en á þessum fundi. Það er bara gaman að þessu,“ segir Aron við Vísi. Aron var ráðinn þjálfari KIF Kolding tímabundið í febrúar þegar þáverandi þjálfari þess veiktist. Árangurinn var framúrskarandi en hann gerði það að tvöföldum meisturum í Danmörku. Eðlilega vildi liðið halda honum lengur og hefur tilboð verið lengi á borðinu.Vill halda áfram með landsliðið „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er flottur klúbbur sem mér finnst passa vel með þjálfun landsliðsins. Ég hef áhuga á að halda áfram með landsliðið þó samningurinn renni út í apríl á næsta ári. Það hefur verið umræða innan sambandsins um að framlengja hann,“ segir Aron sem hefur ekki áhyggjur af því að nýja starfið trufli hann við þjálfun íslenska landsliðsins. „Eftir að hafa verið þarna í nokkra mánuði finnst mér þetta passa vel saman. Ég er með sterka aðstoðarþjálfara á sitthvorum staðnum sem er hægt að nýta. Ég fann það alveg þegar ég kom heim, þrátt fyrir að hafa farið alla leið í mótunum í Danmörku og unnið báða titlana, að ég var ferskur,“ segir Aron. Undirbúningur KIF Kolding hefst 22. júlí og vonast Aron til að stjörnuleikmenn liðsins á borð við Kim Anderson og LasseBoesen verði orðnir heilir af meiðslum sínum en Aron vann titlana án þeirra sem og fleiri sterkra leikmanna sem einnig voru frá vegna meiðsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjá meira
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48