Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 21:27 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar. Vísir/pjetur „Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
„Við erum bara nokkuð glaðir með þetta,“ segir HeimirHallgrímsson, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, í samtali við Vísi um jafnteflið gegn Austurríki í Innsbruck í kvöld.Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmarkið með skalla á 46. mínútu eftir að heimamenn höfðu komist yfir í fyrri hálfleik. „Þetta voru tveir ólíkir hálfleikir. Það sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik heppnaðist ekki. Við ætluðum að reyna að pressa framar og fara framar á völlinn en þeir voru bara sterkari þannig við féllum of langt til baka,“ segir Heimir. „Til stóð að pressa framar í fyrri hálfleik en bakka í þeim síðari en í staðinn sóttum við meira í seinni hálfleik. Því gátum við æft það sem við ætluðum að æfa. Úrslitin skipta ekki öllu máli að mínu mati en það er gott að ná jafntefli gegn svona sterkri knattspyrnuþjóð.“ Austurríki pressaði okkar menn framarlega í fyrri hálfleik sem varð til þess að varnarmenn Íslands þurftu að sparka oft hátt og langt. Það var ekki eitthvað sem landsliðsþjálfararnir höfðu miklar áhyggjur af. „Uppstillingin á liðinu átti að vera þannig að það átti að vera í lagi að taka langa bolta. Eins og við settum þetta upp í seinni hálfleik vorum við með fleiri menn í kringum seinni boltann þannig það var í lagi. Það var líka auðveldara að vinna saman því bakverðirnir hjálpuðu okkur,“ segir Heimir sem fannst vanta kraft í leikmenn Íslands í fyrri hálfleik. „Við vorum svolítið passívir og ragir. Það er akkurat það sem við ætluðum að vinna úr. Eins og í leiknum gegn Króatíu í fyrra þar sem við vorum pressaðir stíft. Liðin undirbúa sig náttúrlega og leikgreina andstæðinginn. Við viljum því vera með einhverja útgönguleið.“ Seinni hálfleikurinn fannst honum betri. „Það var miklu meira hugrekki. Menn tóku betri hlaupaleiðir og sköpuðu sér meira svæði. Ég var ánægður með vinnusemina í liðinu. Það voru margir sem keyrðu sig algjörlega út sem var gaman að sjá. Menn voru að leggja sig fram en það er auðvitað eitthvað sem menn þurfa að gera þegar þeir eru að spila fyrir Ísland,“ segir Heimir sem var ánægður með Selfyssingana ungu sem fengu tækifæri í kvöld. „Við vorum að spila á nokkrum ungum mönnum. Mér fannst Jón Daði og Viðar Örn báðir koma vel inn í þennan leik. Það er kannski til of mikils ætlast að þeir fari að eiga stórleiki strax en mér fannst innkoma þeirra jákvæð. Sölvi var líka flottur. Hann er greinilega í toppstandi. Það hefur gert honum gott að spila reglulega,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09