Sviss norðursins Ingólfur Árni Gunnarsson skrifar 23. maí 2014 10:10 Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Píratar vilja auka aðkomu almennings að ákvörðunum á sveitarstjórnarstigi. Reykjavíkurborg hefur gert tilraun með rafræna samráðsvettvanginn „Betri Reykjavík“ og hann er skref í rétta átt en galli þess tilraunaverkefnis er að það hefur einskorðast við minni og staðbundnari mál. Eftir vel heppnaðar Icesave kosningar hafa kröfur um aðkomu almennings að mikilvægum málum á Íslandi sífellt orðið háværari. Illa hefur gengið að koma nýjum ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur inn í stjórnarskrána en í núgildandi sveitarstjórnarlögum er gert ráð fyrir þeim möguleika að ráðgefandi sem og bindandi íbúakosningar séu haldnar. Með smávægilegum breytingum á sveitarstjórnarlögum væri hægt að styðjast við rafrænar íbúakosningar á sveitarstjórnarstigi sem myndi gera kosningar auðveldari og ódýrari í framkvæmd. Píratar í Kópavogi vilja ekki einskorða þátttöku almennings í ákvörðunartökunni við minni málin. Við teljum að bæjarfulltrúum væri hollt að hafa í huga að tillögur sem þeir bera fram í bæjarstjórn gætu lent í íbúakosningu. Það eitt að mál gætu endað í íbúakosningu væri gott aðhald að stjórnsýslunni. Myndi til dæmis einhverjum detta í hug að stinga upp á því að þrefalda laun bæjarfulltrúa í einu stökki eða að byggja golfskála fyrir 630 milljónir króna ef slík ákvörðun yrði borin undir bæjarbúa? Ég held ekki. Við Píratar viljum að Kópavogsbúar fái að hafa meira að segja um rekstur bæjarins og við ættum að líta til Sviss sem fyrirmyndar í þeim málum. Svisslendingar eru ekki hræddir við að leyfa þjóðinni að ráða. Þeir halda reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um hin ýmsu mál. Núna í maí kusu þeir til dæmis um kaup á herþotum frá Svíþjóð og hvort koma ætti á lágmarkslaunum í landinu. Ísland varð ekki að Kúbu norðursins eftir Icesave kosningarnar en kannski getur Kópavogur orðið Sviss norðursins ef Píratar komast til áhrifa í Kópavogi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun