Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:51 "Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira