Íslenski boltinn

Ótrúlegar lokamínútur á Skaganum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Anton
Ótrúlegur lokakafli tryggði Víking Ólafsvík stigin þrjú gegn ÍA á Akranesi í dag. Skagamenn voru 2-0 yfir þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en Ólafsvíkurmenn gáfust ekki upp og skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma.

Flest benti til öruggs sigurs Skagamanna um miðbik seinni hálfleiks í stöðunni 2-0 fyrir heimamönnum. Antonio Jose Mossi minnkaði muninn fyrir gestina á 72. mínútu og jafnaði Eyþór Helgi Birgisson metin í uppbótartíma af vítapunktinum. Ballið var hinsvegar ekki búið, Fannar Hilmarsson skoraði sigurmark Ólafsvíkinga á fjórðu mínútu uppbótartíma og var leikurinn flautaður af stuttu síðar, ótrúlegur lokakafli.

Á Akureyri náðu heimamenn forskotinu í fyrri hálfleik þegar Ævar Ingi Jóhannesson lagði hann í netið af stuttu færi og leiddi KA 1-0 í hálfleik. Guðmundur Atli Steinþórsson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks og Guðmundur skoraði sigurmark HK aðeins fimm mínútum síðar. Sterkur sigur og eru nýliðarnir úr Kópavoginum með sjö stig eftir þrjá leiki.

Á Selfossi nældi Þróttur í þrjú stig með naumum sigri á Selfyssingum. Eina mark leiksins skoraði hinn funheiti Matthew Eliason en þetta var fjórða mark Eliason í þremur leikjum. Þróttur hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu og situr á toppnum með níu stig.

Úrslit:

ÍA 2-3 Víkingur Ólafsvík

KA 1-2 HK

Selfoss 0-1 Þróttur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×