Burt með fordóma! Eitt samfélag fyrir alla! Anna Lára Steindal skrifar 26. maí 2014 14:47 Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Hornsteinn í öllu starfi Bjartrar framtíðar er hugsjónin um að búa til eitt samfélag fyrir alla, samfélag þar sem allir skipta máli og njóta sín í lífi og starfi. Á Akranesi ætti að vera tiltölulega auðvelt að hrinda þessari hugsjón í framkvæmd. Samfélagið hér er lítið, samheldið og grunnurinn til að byggja á góður. Með réttum viðhorfum, staðfestu og lífsgleðina að leiðarljósi getum við skapað hlýlega og réttláta umgjörð um mannlíf á Akranesi sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku allra. Á endanum ætti það að vera markmið okkar að hætta að skipta fólki í hópa eftir tilfallandi eiginleikum á borð við aldur, uppruna eða föltun. En á meðan enn vantar upp á að fjölbreytileikinn fái að njóta sín til fulls er nauðsynlegt að vinna með einstaklingum sem falla í þessa hópa að því að bæta úr þessu. Þess vegna leggjum við í Bjartri framtíð áherslu á að búa til samráðsvettvang fyrir fatlað fólk, fólk af erlendum uppruna og (h)eldri borgara svo tryggt sé að reynsla, þekking og skilningur þeirra sem best til þekkja nýtist í því verkefni sem framundan er og felst í því að útrýma mismunun af öllu tagi.FötlunarráðEitt af þeim verkefnum sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er að vinna að úrbótum í málefnum fatlaðra. Í könnun sem Öryrkjabandalagið lét gera á hag fatlaðs fólks í sveitarfélgöum kom í í ljós að mjög stórt hlutfall sveitarstjórnarmanna á Íslandi þekkir ekki til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um fatlað fólk eða framkvæmdaætlunar um fatlað fólk, en aðeins 19% aðspurðra þekkti þessa mikilvægu samninga. Þetta bendir til þess að málefni fatlaðs fólks sé ekki nálgast sem mannréttindamál sem fjallar um jafnt aðgengi og rétt til samfélagsþáttökum heldur á einhverjum öðrum forsendum. Þessu þarf að breyta og það strax! Með breyttu viðhorfi má færa mjög margt til betri vegar, jafnvel þó svo að ekki komi til aukið fjármagn frá ríkinu (sem þó ber að leggja áherslu á að gerist). Grundvallaratriði er að raddir fatlaðs fólks, viðhorf, reynsla og þekking verði stór hluti af vinnulagi í málefnum fatlaðra og aðgengi til þátttöku aukið. Þess vegna viljum við í Bjartri framtíð stofna notendaráð, skipað fötluðu fólki og aðstandendum þess, sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi við skipulag þeirra mála sem varða fatlað fólk.InnflytjendaráðÍsland hefur þróast mjög hratt í átt til aukins fjölbreytileika síðustu ár. Í mars bjuggu á Akranesi rúmlega 400 innflytjendur frá 27 löndum. Mikill meirihluti kemur frá Póllandi (um 75%). Að búa til eitt samfélag þar sem svo fjölbreyttur íbúahópur nýtur sín í sátt og samlyndi er áskorun og um leið ótrúlega spennandi og áhugavert verkefni. Akranes hefur undanfarin ár gengt forystuhlutverki meðal smærri sveitarfélaga í málefnum innflytjenda á Íslandi, en hér hefur byggst upp vinnulag sem byggir á samvinnu ríkisins og ólíkra aðila sem fara með málefni innflytjenda í nærsamfélaginu. Mikilvægt er að hlúa vel að þessum málaflokki og spýta í lófana til að glata ekki þeim ávinningi sem hefur náðst. Rannsóknir sýna að fordómar gangvart innflytjendum á Íslandi eru að aukast, slíkt grefur undan samhug og samstöðu og eitrar samfélagið allt. Það er hagur okkar allra að innflytjendur á Akranesi hafi tækfifæri og svigrúm til að njóta sín í samfélaginu – þannig líður okkur öllum betur. Við í Bjartri framtíð leggjum því áherslu á að virkja innflytjendur til þátttöku og áhrifa í samfélaginu. Þannig má fyrirbyggja fordóma og óánægju og stuðla að einingu í margbreytileikanum. Björt framtíð leggur áherslu á stofnun innflytjendaráðs (skipað innflytjendum) sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi um málefni fjölbreytileikasamfélagsins og gegni jafnframt því hlutverki að vera rödd bæjaryfirvalda inn í innflytjendasamfélagið. ÖldungaráðÁ Akranesi einsog annarsstaðar er að verða breyting á aldurssamsetningu íbúa þar sem öldruðum fjölgar umtalsvert. Aldraðir eru fjölbreyttur hópur fólks og varast ber að líta svo á að aldraðir almennt séu einsleitur, óvirkur hópur. Þvert á móti hafa aldraðir stórt og mikilvægt hlutverk í samfélaginu og mikilvægt er að virkja þá auðlind sem í þekkingu, reynslu og vinnuframlagi (h)eldriborgara og eftirlaunaþega felst. Eldri borgarar eru til dæmis stærsti hópurinn í ýmiskonar sjálfboðastarfi, sem er mikilvæg viðbót við lögbundna félagsþjónustu sveitarfélagsins. Vinnuframlag í sjálfboðastarfs er hverju samfélagi ómetanlegt. Til þess að tryggja (h)eldri borgurum möguleika til þátttöku, þjónustu og þess að hafa áhrif á hvernig aðbúnaður aldraðra á Akranesi verður til framtíðar viljum við í Bjartri framtíð skipa sérstakt öldungaráð sem verði stjórnsýslunni ráðgefandi. Þetta er í samræmi við óskir hagsmunasamtaka aldraðra sem hafa lagt áherslu á stofnun slíkra ráða í öllum sveitarfélögum í adraganda sveitarstjórnarkosninganna. Burtu með fordóma – eitt samfélag fyrir alla!
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun