Hugleiðingar til frambjóðenda/framboða um „Sjálfstætt líf“ að loknum kosningum 2014 Guðjón Sigurðsson skrifar 13. maí 2014 12:31 Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun